Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
Birkir Snær Guðlaugsson og Helga Harðardóttir boðuðu forföll.
1.Hvalfjarðardagar 2024
2311015
Skipulag á Hvalfjarðardögum.
Umræður um skipulag og framkvæmd Hvalfjarðardaga 2024 fóru fram.
Hvalfjarðardagar 2024 munu fram dagana 15.til 18. ágúst nk. Alla helgina verður boðið upp á fjölbreytta viðburði og skemmtun fyrir öll. Því miður verður þó ekki hægt að halda sveitaball á laugardagskvöldinu vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna, eins og áður var auglýst. Í staðinn mun fara fram kvöldskemmtun á Vinavelli í Melahverfi kl. 21:00.
Hvalfjarðardagar 2024 munu fram dagana 15.til 18. ágúst nk. Alla helgina verður boðið upp á fjölbreytta viðburði og skemmtun fyrir öll. Því miður verður þó ekki hægt að halda sveitaball á laugardagskvöldinu vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna, eins og áður var auglýst. Í staðinn mun fara fram kvöldskemmtun á Vinavelli í Melahverfi kl. 21:00.
2.Merking sögu og merkisstaða
1911013
Fara yfir stöðuna á sjötta skiltinu.
Umræður og skipulag afhjúpunar á sjötta skiltinu.
Hallfreður Vilhjálmsson fyrrum sláturhússtjóri hjá sláturshúsi SS við Laxá í Leirársveit mun afhjúpa sögu- og merkistaðaskiltið við Laxárbakka á Hvalfjarðardögum, laugardaginn 17. ágúst nk. kl. 11:00. Á skiltinu er fjallað um Melahverfi í Hvalfjarðarsveit, Heiðarskóla sem upphaflega hét Leirárskóli og sláturhúsið við Laxá í Leirársveit. Að afhjúpun lokinni verður boðið upp á veitingar á Hótel Laxárbakka.
Hallfreður Vilhjálmsson fyrrum sláturhússtjóri hjá sláturshúsi SS við Laxá í Leirársveit mun afhjúpa sögu- og merkistaðaskiltið við Laxárbakka á Hvalfjarðardögum, laugardaginn 17. ágúst nk. kl. 11:00. Á skiltinu er fjallað um Melahverfi í Hvalfjarðarsveit, Heiðarskóla sem upphaflega hét Leirárskóli og sláturhúsið við Laxá í Leirársveit. Að afhjúpun lokinni verður boðið upp á veitingar á Hótel Laxárbakka.
3.Víkingurinn 2024.
2404053
28. til 30. júní fór fram á Vesturlandi keppni sterkustu manna landsins, Víkingurinn 2024. Á föstudeginum var keppnin í Hvalfjarðarsveit þar sem keppt var í „Drumbalyftu“ við Hallgrímskirkju í Saurbæ og í „Kast yfir vegg“ á Vinavelli í Melahverfi.
Veðrið lék við keppendur og gesti sem fjölmenntu til að fylgjast með og hvetja keppendur áfram í skemmtilegri og spennandi keppni sterkustu manna landsins, Víkingurinn 2024. Ungir sem aldnir nutu þess að horfa á báðum keppnisstöðum ásamt því að geta leikið á Vinavelli í blíðunni þar sem boðið var upp á ís að keppni lokinni.
Menningar- og markaðsnefnd þakkar öllum sem mættu á viðburðinn kærlega fyrir komuna og sendir Magnúsi Ver Magnússyni og hans hóp sérstakar þakkir fyrir komuna í sveitarfélagið okkar.
Menningar- og markaðsnefnd þakkar öllum sem mættu á viðburðinn kærlega fyrir komuna og sendir Magnúsi Ver Magnússyni og hans hóp sérstakar þakkir fyrir komuna í sveitarfélagið okkar.
Fundi slitið - kl. 18:30.