Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
1.Víkingurinn 2024
2404053
Kynning og umræður með Magnúsi Ver Magnússyni frá Félagi kraftamanna um verkefnið Víkingurinn 2024.
2.Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar 2024.
2402041
Afgreiðsla umsókna.
Umsóknir lagðar fram. Afgreiðslu umsókna í Menningarsjóð Hvalfjarðarsveitar frestað til næsta fundar.
3.Styrktarsjóður EBÍ 2024.
2403041
Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.
Menningar- og markaðsnefnd felur formanni og oddvita að vinna málið og senda inn umsókn í samvinnu við mannvirkja- og framkvæmdanefnd.
4.Afhjúpun á sögu- og merkisstaðaskilti við Hléseyjarveg
2310011
Umræður og skipulag afhjúpunar á fimmta skiltinu.
Jón Allansson deildarstjóri við Byggðasafnið í Görðum mun afhjúpa sögu- og merkistaðaskiltið við Hléseyjarveg á Uppstigningardag, fimmtudaginn 9. maí nk. kl. 13:00. Á skiltinu er fjallað um kafbátagirðingu bandamanna sem lá á botni Hvalfjarðar í seinni heimsstyrjöldinni, Katanesdýrið og hvalbein í Akrafjalli. Að afhjúpun lokinni verður boðið upp á veitingar á Byggðasafninu í Görðum á Akranesi þar sem hvalbeinin eru varðveitt.
5.Merking sögu og merkisstaða
1911013
Umræður og skipulag á útfærslu og afhjúpun á sjötta skiltinu.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir stöðuna á skilti sex.
6.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit 2024.
2401035
Páskaeggjaleit í Álfholtsskógi 27. mars sl.
Miðvikudaginn 27. mars síðastliðinn fór fram vel heppnuð páskaeggjaleit í Álfholtsskógi í Hvalfjarðarsveit.
Menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar þakkar öllum þeim sem komu og tóku þátt í páskaeggjaleitinni kærlega fyrir komuna og forsvarsmönnum Skógræktarfélags Skilmannahrepps eru færðar bestu þakkir fyrir að skipuleggja og halda utan um páskaeggjaleitina.
Menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar þakkar öllum þeim sem komu og tóku þátt í páskaeggjaleitinni kærlega fyrir komuna og forsvarsmönnum Skógræktarfélags Skilmannahrepps eru færðar bestu þakkir fyrir að skipuleggja og halda utan um páskaeggjaleitina.
7.17. júní 2024 - þjóðhátíðardagurinn.
2401034
Erindi frá Forsætisráðuneyti fyrir hönd afmælisnefndar 80 ára afmælis lýðveldisins þar sem fylgt er eftir bréfi til sveitarfélaganna dags. 5. febrúar sl. lagt fram til kynningar.
8.Hvalfjarðardagar 2024
2311015
Skipuleggja viðburðinn.
Umræður um skipulag og framkvæmd Hvalfjarðardaga 2024 fóru fram. Unnið verður áfram í skipulagi á milli funda.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Góðar umræður fóru fram um verkefnið sem felur í sér að Hvalfjarðarsveit verði eitt af fjórum sveitarfélögum sem keppnin fari fram í og keppt verði í tveimur greinum í Hvalfjarðarsveit. Auk sjónvarpsútsendingar frá keppninni sjálfri er birting sjónvarpsefnis hjá ríkissjónvarpinu sem skilað hefur góðri umfjöllun um hvern stað, staðhætti, sögu og annað menningartengt.
Menningar- og markaðsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja þátttöku í verkefninu Víkingurinn 2024 með styrkveitingu að fjárhæð kr. 250.000 auk kvöldmáltíðar fyrir þátttakendur, tökumann og stjórnanda. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.