Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

50. fundur 06. mars 2024 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Birkir Snær Guðlaugsson formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir varaformaður
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir ritari
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Þór Grétarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
Dagskrá

1.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Fara yfir stöðuna.
Ákveðið var að afhjúpun á fimmta skiltinu fari fram í maí 2024. Nánari upplýsingar auglýstar síðar.

Undirbúningur fyrir textasmíð er komin af stað við skilti sex. Frístunda- og menningarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

2.Hvalfjarðardagar 2024

2311015

Skipulag á Hvalfjarðardögum.
Umræður um skipulag og framkvæmd Hvalfjarðardaga 2024 fóru fram. Unnið verður áfram í skipulagi á milli funda.

3.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Fara yfir stöðuna.
Umræður fóru fram um markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit.

4.17. júní 2024 - þjóðhátíðardagurinn.

2401034

Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024.
Lagt fram til kynningar .
Ása Líndal Hinriksdóttir, frístunda- og menningarfulltrúi sat undir lið nr. 1.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar