Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

46. fundur 15. nóvember 2023 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Birkir Snær Guðlaugsson formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir varaformaður
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir ritari
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Þór Grétarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir Gestur
Fundargerð ritaði: Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
Dagskrá

1.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Undirbúningur við sjötta skilti. Umræður um áningarstaði við sögu- og merkisstaðaskiltin og drög að korti sem sýnir staðsetningu skiltanna.
Umræður um áningarstaði við sögu- og merkisstaðaskiltin.
Kort sem sýnir staðsetningu skiltanna lagt fram til kynningar.

2.Afhjúpun á sögu- og merkisstaðaskilti við Hléseyjarveg

2310011

Umræður og skipulag afhjúpunar á fimmta skiltinu.
Menningar- og markaðsnefnd samþykkir að fela formanni að vinna málið áfram.

3.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit 2023

2303016

Viðburðir á vetrarmánuðum.
Jólagleði á Vinavelli verður haldin þann 9. desember kl. 17:00 til 18:30. Jólasveinn, jólasöngvar, heitt kakó og smákökur. Menningar- og markaðsnefnd hvetur öll til að mæta. Oddvita falið að klára auglýsingu fyrir viðburðinn.

4.Hvalfjarðardagar 2024

2311015

Umræður um Hvalfjarðardaga 2024.
Menningar- og markaðsnefnd samþykkir að færa tímasetningu Hvalfjarðardaga frá júní til þriðju helgarinnar í ágúst . Árið 2024 verða Hvalfjarðardagar frá 16. til 18. ágúst. Ástæða breytinga er fjöldi viðburða á vegum sveitarfélagsins og samtaka í sveitarfélaginu á vormánuðum.

5.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Umræður um markaðs- og kynningarmál í Hvalfjarðarsveit.
Tilboð frá auglýsingastofum lögð fram til kynningar. Formanni og oddvita falið að vinna málið áfram.

Anna Kristín Ólafsdóttir og Guðjón Þór Grétarsson viku af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar