Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

45. fundur 11. október 2023 kl. 17:00 - 19:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Birkir Snær Guðlaugsson formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir varaformaður
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir ritari
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Þór Grétarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir Gestur
Fundargerð ritaði: Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
Dagskrá

1.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit 2023

2303016

Viðburðir á haust og vetrarmánuðum 2023.
Menningar- og markaðsnefnd óskaði eftir samstarfi við Bjarteyjarsand um viðburðarhald á haustmánuðum. Í kjölfarið var ákveðið að halda viðburð í nóvember er kallast “Fögnum vetri!". Um verður að ræða notalega kvöldstund á Bjarteyjarsandi þar sem boðið verður upp á bragðmikla vetrarsúpu og brauð ásamt kaffi/te/kakó. Gunnar J. Straumland og Sigurbjörg Friðriksdóttir ljóðskáld í Hvalfjarðarsveit lesa upp úr ljóðabókum sínum. Að loknum ljóðalestri fara fram tónleikar með tónlistarkonunni Lay Low.
Formanni falið að vinna málið áfram í samstarfi við forsvarsmenn Bjarteyjarsands út frá umræðum á fundi. Oddvita falið að klára auglýsingu fyrir viðburðinn í samstarfi við forsvarsmenn Bjarteyjarsands.
Menningar- og markaðsnefnd hvetur öll til að mæta.

Menningar- og markaðsnefnd samþykkir að halda jólagleði á aðventunni. Formanni falið að vinna málið áfram.

2.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Lokayfirferð á fimmta sögu- og merkisstaða skiltinu og undirbúningur fyrir það sjötta.



Umræður um áningarstaði við sögu- og merkisstaða skiltin og drög að korti sem sýnir staðsetningu skiltanna.
Menningar- og markaðsnefnd samþykkir uppsetningu og útlit á fimmta sögu- og merkisstaða skiltinu með áorðnum breytingum. Frístunda- og menningarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Umræður um sjötta skiltið. Formanni og frístunda- og menningarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Menningar- og markaðsnefnd samþykkir að skoða uppsetningu á áningarstöðum við sögu- og merkisstaða skiltin. Frístunda- og menningarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Menningar- og markaðsnefnd felur oddvita að vinna áfram að korti sem sýnir staðsetningu skiltanna, út frá umræðum á fundi.

Menningar- og markaðsnefnd leggur til að staðsetning skiltanna verði komið inn í kortasjá á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. Formanni og frístunda- og menningarfulltrúi falið að vinna málið áfram.

3.Afhjúpun á sögu- og merkisstaða skilti við Hléseyjarveg

2310011

Umræður og skipulag afhjúpunnar á fimmta skiltinu.
Umræður um afhjúpun á sögu- og merkisstaða skilti við Hléseyjarveg. Frístunda- og menningarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

4.Fjárhagsáætlun Menningar- og markaðsnefndar

2310012

Yfirferð á fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Efni síðunnar