Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
1.Miðgarður - félagsheimili
2212002
Miðgarður- útisvæði.
Menningar- og markaðsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umræða um endurnýjun leiktækja við Miðgarð verði tekin við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
2.Merking sögu og merkisstaða
1911013
Undirbúningur við sjötta skiltið, texti og staðsetning skoðuð.
Menningar- og markaðsnefnd fór yfir hvað á að vera á næsta skilti. Komnar eru nokkrar hugmyndir og ákveðið var að vinna málið áfram milli funda.
3.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit
2210006
Viðburðir og fjárhagsáætlun.
Nefndin fór yfir komandi viðburði og samþykkt var að leggja fjármagn í aðventuhátíð á Vinavelli og tónleika. Formanni er falið að vinna málið áfram.
4.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit
1905042
Áframhaldandi umræða um kynningarmál í Hvalfjarðarsveit.
Formaður fór yfir hugmyndir um markaðs- og kynningarmál. Góðar umræður sköpuðust, formanni var falið að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Andrea Ýr Arnarsdóttir sat fundinn.