Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

43. fundur 31. ágúst 2023 kl. 16:30 - 18:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Birkir Snær Guðlaugsson formaður
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir ritari
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Þór Grétarsson aðalmaður
  • Bára Tómasdóttir 2. varamaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Elín Ósk Gunnarsdóttir boðaði forföll.

1.Beiðni um menningarstyrk frá Listfélagi Akraness.

2308019

Erindi frá Listfélagi Akraness.
Menningar- og markaðsnefnd þakkar fyrir innsent erindi. Nefndin tekur jákvætt í erindið en er því hafnað þar sem að úthlutun úr Menningarsjóð Hvalfjarðarsveitar er lokið fyrir árið 2023. Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári. Umsóknarfrestur er til 1. apríl ár hvert og hvetjum við ykkur til að sækja um fyrir þann tíma.

2.Hvalfjarðardagar 2023

2210005

Farið yfir framkvæmd og hvernig til tókst á Hvalfjarðardögum 2023.
Farið var yfir hvernig til tókst með Hvalfjarðardaga 2023. Menningar- og markaðsnefnd er mjög ánægð með hátíðarhöldin og þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn fyrir þeirra framlag og ánægjulegt samstarf.

Stjörnugrís veitir veglega gjafakörfu í vinning fyrir ljósmyndasamkeppnina og þau verðlaun hlaut Eyrún Jóna Reynisdóttir. Grand Hótel gaf gistingu með morgunmat í verðlaun í skreytingasamkeppninni og þau verðlaun hlutu Kristján Valur Sigurgeirsson og Arney Þyrí Guðjónsdóttir á Lækjarmel 1. Menningar- og markaðsnefnd óskar vinningshöfum til hamingju.
Nefndin þakkar dómnefnd í skreytingasamkeppni fyrir þátttökuna. Einnig þakkar nefndin fyrir innsendar myndir í ljósmyndasamkeppninni.

Formaður Menningar- og markaðsnefndar sat hjá við val á mynd í ljósmyndasamkeppninni.

3.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Fara yfir stöðuna.
Menningar- og markaðsnefnd vinnur að skilti fimm og gengur sú vinna ágætlega. Hugmyndavinna komin af stað við næsta skilti og búið er að ákveða staðsetningu á því.

4.17. júní 2023 - þjóðhátíðardagurinn

2210093

Skipulag og framkvæmd á 17. júní.
Menningar- og markaðsnefnd lýsir yfir ánægju sinni með hátíðarhöldin á 17. júní sem fram fóru í Heiðarskóla. Nefndin þakkar Valdísi Valgarðsdóttur og Ingibjörgu Elfu Sigurðardóttur sem sáu um skipulagningu á hátíðarhöldum fyrir hönd Tónlistarfélags Hvalfjarðarsveitar, kærlega fyrir þeirra framlag og afar vel heppnaða dagskrá.

5.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit

2210006

Viðburðir 2023.
Áframhaldandi umræða um þær hugmyndir sem fram hafa komið um viðburði á seinni hluta þessa árs og fyrir árið 2024. Gera þarf ráð fyrir ákveðnu fjármagni fyrir þá viðburði sem nefndin vil framkvæma.

6.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Fara yfir kynningarmál Hvalfjarðarsveitar.
Farið yfir framtíðarsýn í kynningarmálum Hvalfjarðarsveitar.

7.Stefna Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi

2308002

Stefna Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi lögð fram til Kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Efni síðunnar