Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
1.Hvalfjarðardagar 2023
2210005
Skipulag við Hvalfjarðardaga.
Hvalfjarðardagar verða haldnir helgina 23.-25. júní 2023. Stefnt er að því að hátíðarhöldin fari fram á nýju útivistasvæði í Melahverfi og víðar um sveitarfélagið. Nefndin hvetur fólk að taka helgina frá.
2.Merking sögu og merkisstaða
1911013
Áframhaldandi vinna við skilti fimm og unnið með hugmyndir af sjötta skiltinu.
Fimmta skiltið er komið til yfirlestrar og fer í kjölfarið í hönnun hjá auglýsingastofu. Á skiltinu verður fjallað um Katanesdýrið, hvalbeinafund við Akrafjall og kafbátagirðingu yfir Hvalfjörð. Nefndin ræddi um staðsetningu á sjötta skiltinu.
3.Upplýsingarskilti í Hvalfjarðarsveit
2303009
Erindi um upplýsingaskilti við þjóðveg 1.
Lagt fram til kynningar.
4.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit 2023
2303016
Fyrirkomulag á viðburðum í Hvalfjarðarsveit.
Menningar- og markaðsnefnd ræddi ýmsar góðar hugmyndir varðandi viðburðahald og frístunda- og menningarfulltrúa er falið að vinna málið áfram.
5.Markaðs og kynningarmál í Hvalfjarðarsveit
1902016
Rætt um markaðsmál í Hvalfjarðarsveit.
Nefndin átti góðar umræður um ímyndaruppbyggingu á sveitarfélaginu. Formanni og frístunda- og menningarfulltrúa falið að kanna möguleika á að fá utanaðkomandi ráðgjöf.
6.Erindi um In SITU tengslanet
2303017
Erindi um menningu og skapandi greinar í tengslum við IN SITU rannsókn.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:00.