Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
1.Miðgarður - félagsheimili
2212002
Erindi frá Áskeli Þórissyni og Pálma Bjarnasyni.
Menningar- og markaðsnefnd þakkar fyrir innsent erindi en getum því miður ekki orðið við beiðninni.
2.Samstarf við Hvalfjarðarsveit
2212035
Erindi frá Skagafréttum.
Menningar- og markaðsnefnd þakkar erindið en getur ekki orðið við því en munum hafa þennan miðil í huga þegar við auglýsum. Nefndin óskar bréfritara velfarnaðar.
3.Safnaklasi Vesturlands - stofnun.
2212019
Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Menningar- og markaðsnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að fá frekari upplýsingar um verkefnið.
4.Merking sögu og merkisstaða
1911013
Undirbúningur við fimmta skiltið.
Menningar- og markaðsnefnd hélt áfram vinnu við fimmta skiltið og textagerð er hafin.
5.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit
1905042
Kynningarmál Hvalfjarðarsveitar.
Menningar- og markaðsnefnd hóf hugmyndavinnu við markaðssetningu sveitarfélagsins á samfélagsmiðlum.
6.Styrktarsjóður EBÍ 2022.
2203059
Lokaskýrsla vegna styrkveitingar 2022.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:30.