Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
1.Kosning formanns, varaformanns og ritara nefndarinnar.
2206003
Kosning
a) Formaður
Lögð fram tillaga um Birkir Snæ Guðlaugsson sem formann nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
Nýkjörinn formaður tók við fundarstjórn.
b) Varaformaður
Lögð fram tillaga um Elínu Ósk Gunnarsdóttur sem varaformann nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
c) Ritari
Lögð fram tillaga um Ásdísi Björgu Björgvinsdóttur sem ritara nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
a) Formaður
Lögð fram tillaga um Birkir Snæ Guðlaugsson sem formann nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
Nýkjörinn formaður tók við fundarstjórn.
b) Varaformaður
Lögð fram tillaga um Elínu Ósk Gunnarsdóttur sem varaformann nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
c) Ritari
Lögð fram tillaga um Ásdísi Björgu Björgvinsdóttur sem ritara nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
2.Ákvörðun um fastan fundartíma.
2206004
Samþykkt samhljóða að fastur fundartími nefndarinnar verði fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 16:30.
3.Erindisbréf Menningar- og markaðsnefndar.
2206005
Erindisbréf nefndarinnar lagt fram.
4.17. júní 2022 - þjóðhátíðardagur.
2112036
Lögð fram dagskrá 17. júní hátíðarhalda í Hvalfjarðarsveit sem kirkjukór Saurbæjarprestakalls og Tónlistarfélags Hvalfjarðarsveitar sjá um en í ár fara hátíðarhöldin fram í félagsheimilinu Miðgarði.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með dagskrána og hvetur íbúa sveitarfélagsins til þess að fjölmenna og taka þátt í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með dagskrána og hvetur íbúa sveitarfélagsins til þess að fjölmenna og taka þátt í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn.
5.Hvalfjarðardagar 2022.
2112033
Undir þessum dagskrárlið sat Bára Tómasdóttir.
Farið var yfir skipulagningu Hvalfjarðardaga 2022 fram til þessa og starfið og skipulagningin framundan rædd. Nefndin skipti með sér verkum fram að Hvalfjarðardögum auk verkaskiptingar á Hvalfjarðardögum.
Dagskrá Hvalfjarðardaga verður kláruð á næstu dögum og auglýst að því loknu. Nefndin hvetur alla íbúa til þess að taka virkan þátt í Hvalfjarðardögum og gesti til að koma og njóta fjölbreyttrar dagskrár sem verður í boði í Hvalfjarðarsveit, þar sem lífið er ljúft.
Farið var yfir skipulagningu Hvalfjarðardaga 2022 fram til þessa og starfið og skipulagningin framundan rædd. Nefndin skipti með sér verkum fram að Hvalfjarðardögum auk verkaskiptingar á Hvalfjarðardögum.
Dagskrá Hvalfjarðardaga verður kláruð á næstu dögum og auglýst að því loknu. Nefndin hvetur alla íbúa til þess að taka virkan þátt í Hvalfjarðardögum og gesti til að koma og njóta fjölbreyttrar dagskrár sem verður í boði í Hvalfjarðarsveit, þar sem lífið er ljúft.
6.Merking sögu og merkisstaða.
1911013
Farið yfir stöðu verkefnisins en þrjú skilti hafa nú þegar verið afhjúpuð og vinna gengur vel við skilti fjögur.
7.Sveitarfélagaskólinn.
2205035
Lagðar fram upplýsingar um Sveitarfélagaskólann og skráningu í hann en nefndarfólk er hvatt til þess að skrá sig til þátttöku í skólann sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir.
Fundi slitið - kl. 18:32.