Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

29. fundur 14. mars 2022 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Brynja Þorbjörnsdóttir formaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Sigrún Vigdís Gylfadóttir aðalmaður
  • Bára Tómasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Sigrún Vigdís Gylfadóttir sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.17. júní 2022 - þjóðhátíðardagur

2112036

Skipulag og staðsetning á 17. júní.
Þar sem ekki verður hægt að halda upp á þjóðhátíðardaginn 17. júní í Heiðarskóla vegna viðgerða á skólanum, óskar Menningar- og markaðsnefnd eftir því við sveitarstjórn að fá frí afnot af Miðgarði þennan dag.
Kirkjukór Saurbæjarprestakalls og Tónlistarfélag Hvalfjarðarsveitar hafa tekið að sjá um hátíðarhöldin.

2.Hvalfjarðardagar 2022

2112033

Áframhald með skipulagningu á Hvalfjarðardögum 2022.
Farið var yfir dagskrá Hvalfjarðardaga 2022, haldið áfram skipulagningu og nefndin skipti með sér verkum.

3.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Yfirferð á stöðu mála.
Skilti 3 er farið í framleiðslu. Nefndin fór yfir texta á fjórða skilti og verður það nú sent í yfirlestur til álitsgjafa. Vegagerðin er búin að samþykkja staðsetningu fjórða skiltisins, en eftir er að fá endanlegt samþykki frá Hval hf.
Bára Tómasdóttir vék af fundi eftir þennan lið.

4.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Markaðs- og kynningarmál í sveitarfélaginu.
Kynningarmyndband um Hvalfjarðarsveit sem búsetukost hefur verið í birtingu í sjónvarpi og átak á samfélagsmiðlum er að fara í gang. Gert er ráð fyrir að kynningarmyndband um Hvalfjarðarsveit fyrir ferðamenn fari í birtingu í sjónvarpi í maí.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar