Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
Sigrún Vigdís Gylfadóttir sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
1.17. júní 2022 - þjóðhátíðardagur
2112036
Skipulag og staðsetning á 17. júní.
Þar sem ekki verður hægt að halda upp á þjóðhátíðardaginn 17. júní í Heiðarskóla vegna viðgerða á skólanum, óskar Menningar- og markaðsnefnd eftir því við sveitarstjórn að fá frí afnot af Miðgarði þennan dag.
Kirkjukór Saurbæjarprestakalls og Tónlistarfélag Hvalfjarðarsveitar hafa tekið að sjá um hátíðarhöldin.
Kirkjukór Saurbæjarprestakalls og Tónlistarfélag Hvalfjarðarsveitar hafa tekið að sjá um hátíðarhöldin.
2.Hvalfjarðardagar 2022
2112033
Áframhald með skipulagningu á Hvalfjarðardögum 2022.
Farið var yfir dagskrá Hvalfjarðardaga 2022, haldið áfram skipulagningu og nefndin skipti með sér verkum.
3.Merking sögu og merkisstaða
1911013
Yfirferð á stöðu mála.
Skilti 3 er farið í framleiðslu. Nefndin fór yfir texta á fjórða skilti og verður það nú sent í yfirlestur til álitsgjafa. Vegagerðin er búin að samþykkja staðsetningu fjórða skiltisins, en eftir er að fá endanlegt samþykki frá Hval hf.
Bára Tómasdóttir vék af fundi eftir þennan lið.
4.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit
1905042
Markaðs- og kynningarmál í sveitarfélaginu.
Kynningarmyndband um Hvalfjarðarsveit sem búsetukost hefur verið í birtingu í sjónvarpi og átak á samfélagsmiðlum er að fara í gang. Gert er ráð fyrir að kynningarmyndband um Hvalfjarðarsveit fyrir ferðamenn fari í birtingu í sjónvarpi í maí.
Fundi slitið - kl. 18:30.