Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

27. fundur 03. janúar 2022 kl. 16:30 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Brynja Þorbjörnsdóttir formaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Sigrún Vigdís Gylfadóttir aðalmaður
  • Bára Tómasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.17. júní 2022 - Þjóðhátíðardagur.

2112036

Skipulag á 17. júní 2022.
Farið yfir hvernig til tókst á síðasta ári og lýsti nefndin yfir ánægju sinni með hvernig til tókst. Nefndin þakkar Kirkjukór Saurbæjarprestakalls og Tónlistarfélagi Hvalfjarðarsveitar fyrir vel heppnuð hátíðarhöld á 17. júní. Rætt var um tilhögun hátíðarhalda 2022 og var frístundar- og menningarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

2.Hvalfjarðardagar 2022.

2112033

Skipuleggja viðburðinn.
Nefndin ákvað að halda Hvalfjarðardaga helgina 24.-26. júní 2022. Farið yfir skipulagningu hátíðarhalda og rætt um hvað hægt er að bæta frá síðasta ári. Nefndin óskar eftir að fá frí afnot af Miðgarði þessa helgi.

3.Beiðni um samstarf Hvalfjarðarsveitar og N4 sjónvarps um Að vestan.

2112037

Erindi frá N4- Að vestan.
Menningar- og markaðsnefnd fjallaði um erindið og ákvað að leggja til við sveitarstjórn að styrkja N4 um 500.000 kr. vegna þáttanna Að vestan.

4.Merking sögu og merkisstaða.

1911013

Fara yfir stöðuna á næstu tveimur skiltum.
Skilti þrjú sem verður við Leirá er í vinnslu og fer í framleiðslu á næstu dögum. Vinna við texta á skilti fjögur sem verður við Miðsand er langt komin. Frístunda- og menningarfulltrúa er falið að ræða við Vegagerðina varðandi leyfi fyrir staðsetningu á skilti fjögur. Einnig að setja merki við þjóðveg við Saurbæ, Innnesveg við Miðgarð og Leirársveitarveg sem beinir ferðamönnum að áhugaverðum stöðum.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar