Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

26. fundur 14. október 2021 kl. 08:00 - 09:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Brynja Þorbjörnsdóttir formaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Sigrún Vigdís Gylfadóttir aðalmaður
  • Bára Tómasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022

2110024

Fara yfir fjárhagsáætlun 2022.
Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun 2022. Nefndin samþykkir framlögð drög.

2.Afhjúpun skilti við Hallgrímskirkju við Saurbæ

2110025

Undirbúningur við afhjúpun skiltisins við Hallgrímskirkju.
Nefndin fór yfir skipulagningu afhjúpunar skiltis við Hallgrímskirkju í Saurbæ sem verður þann 27. október nk. kl. 16:30. Að afhjúpun lokinni verður dagskrá í kirkjunni.

Nefndin vonast til að sveitarstjórn og sveitungar sjái sér fært að koma.

3.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Fara yfir skilti 3.
Texti fyrir skilti þrjú er tilbúinn og teiknaðar myndir eru í vinnslu.
Vonast er til að þetta skilti fari í hönnun á næstunni.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Efni síðunnar