Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
1.Hausthátíð tengd sauðfé
2109010
Erindi frá Marteini Njálssyni.
Menningar- og markaðsnefnd þakkar Marteini Njálssyni fyrir mjög áhugavert erindi. Því miður sér nefndin sér ekki fært að taka þetta verkefni að sér en bendir á að sýning af þessum toga gæti verið mjög áhugavert atriði á Hvalfjarðardögum. Nefndin hvetur Martein og aðra áhugamenn um íslensku sauðkindina að standa fyrir viðburði byggt á þessum hugmyndum á næstu Hvalfjarðardögum.
2.Hvalfjarðardagar 2021
2101100
Framkvæmd og hvernig til tókst.
Farið var yfir hvernig til tókst með Hvalfjarðardaga 2021 og hvað mætti betur fara. Menningar- og markaðsnefnd er ánægð með hvernig til tókst með hátíðarhöldin og þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn fyrir þeirra framlag og ánægjulegt samstarf.
Sara Bjarnadóttir gaf málverk sem vinning í ljósmyndasamkeppninni og þau verðlaun hlaut Berglind Ýr Palladóttir. Grand Hótel gaf gistingu með morgunmat í verðlaun í skreytingarsamkeppninni og þau verðlaun hlutu ábúendur á Þórisstöðum. Menningar- og markaðsnefnd óskar vinningshöfum til hamingju.
Sara Bjarnadóttir gaf málverk sem vinning í ljósmyndasamkeppninni og þau verðlaun hlaut Berglind Ýr Palladóttir. Grand Hótel gaf gistingu með morgunmat í verðlaun í skreytingarsamkeppninni og þau verðlaun hlutu ábúendur á Þórisstöðum. Menningar- og markaðsnefnd óskar vinningshöfum til hamingju.
3.Merking sögu og merkisstaða
1911013
Fara yfir stöðuna.
Biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir mun afhjúpa skilti við Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hallgrímsmessu þann 27. október nk. klukkan 16:00. Að lokinni afhjúpun verður bænastund í kirkjunni. Nefndin hvetur alla sveitunga til að fjölmenna.
Efni á skilti tvö og þrjú er tilbúið og mun fara í vinnslu á næstu dögum.
Vinna við skilti fjögur er að hefjast.
Efni á skilti tvö og þrjú er tilbúið og mun fara í vinnslu á næstu dögum.
Vinna við skilti fjögur er að hefjast.
4.Markaðs og kynningarmál í Hvalfjarðarsveit
1902016
Fara yfir markaðsmál sveitarfélagsins.
Farið var yfir stöðu á markaðsverkefninu sem enn er í gangi á samfélagsmiðlunum. Samkvæmt upplýsingum frá ráðgjöfum hafa tæplega 67 þúsund einstaklingar skoðað efnið, "Að ferðast í Hvalfjarðarsveit", alls 727 þúsund sinnum. Efnið, "Að búa í Hvalfjarðarsveit, hafa 58 þúsund einstaklingar skoðað alls 291 þúsund sinnum. Það er sérstaklega ánægjulegt að flestir aðilar eru í aldurshópnum 25-34 ára.
Þessar birtingar hafa kostað 654 þúsund krónur.
Þessar birtingar hafa kostað 654 þúsund krónur.
Fundi slitið - kl. 18:15.