Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
1.Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar- Umsóknir 2021
2104049
Umsóknir.
2.17. júní - Þjóðhátíðardagur 2021
2101099
Skipulagning á 17. júní.
Kór Saurbæjarprestakalls og Tónlistarfélag Hvalfjarðarsveitar sjá um 17. júní hátíðarhöldin. Kvenfélagið sagði sig frá verkefninu og þakkar nefndin kórnum og tónlistarfélaginu fyrir að hlaupa í skarðið með svo skömmum fyrirvara.
3.Hvalfjarðardagar 2021
2101100
Undirbúningur við Hvalfjarðardaga 2021.
Farið var yfir dagskrárliði og gengið úr skugga um að allt væri klárt fyrir hátíðarhöldin. Nefndin hvetur alla sveitunga til að njóta þeirra dagskrárliða sem í boði verða en á sama tíma að gæta sóttvarna.
4.Merking sögu og merkisstaða
1911013
Búið er að fastsetja staðsetningu á skilti númer þrjú í samráði við landeigendur. Það skilti fer í framleiðslu í næstu viku.
Fundi slitið - kl. 19:30.
Ravisa sem rekur sundlaugina að Hlöðum sækir um 105.000 kr. styrk vegna viðburðar í sundlauginni á Hvalfjarðardögum.
Kór Saurbæjarprestakalls sækir um 200.000 kr. styrk til að halda út tónlistarstarfi. Kórinn hyggst halda tónleika eigi síðar en í haust.
Sumartónleikar Hallgrímskirkju í Saurbæ sækir um 200.000 kr. styrk til að halda tónleika í kirkjunni.
Fjölskyldan á Leirá sækir um 280.000 kr. styrk til að standa undir kostnaði við Fly-in dag á Hvalfjarðardögum.
Anna G. Torfadóttir og Gunnar J. Straumland sækja um 300.000 kr. styrk vegna sýningar á kirkjulistaverkum í Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Áskell Þórisson sækir um 220.000 kr. styrk til að halda ljósmyndasýningu.
Menningar- og Markaðsnefnd ákvað að veita Kór Saurbæjarprestakalls 200.000 kr. styrk, Sumartónleikar í Hallgrímskirkju 175.000 kr. styrk, Ravisa 75.000 kr., Áskell Þórisson 75.000 kr., Fly-in dagur 150.000 kr., Anna G. Torfadóttir og Gunnar J. Straumland 75.000 kr.
Nefndin vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.