Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

22. fundur 17. mars 2021 kl. 16:30 - 19:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Brynja Þorbjörnsdóttir formaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
  • Bára Tómasdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
James Einar Becker og Atli Björgvinsson komu inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað kl. 17:30-17:50. Undir lið 3.

1.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Afhjúpun skiltis við Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Nefndin skipulagði afhjúpunarathöfn fyrir fyrsta skiltið við Hallgrímskirkju í Saurbæ á föstudaginn langa þann 2. apríl nk. Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir mun afhjúpa skiltið og lesa fyrsta Passíusálminn í kirkjunni að afhjúpun lokinni.

2.Hvalfjarðardagar 2021

2101100

Kynning.
Nefndin fór yfir skipulag Hvalfjarðardaga og skipti með sér verkum.

3.Markaðs og kynningarmál í Hvalfjarðarsveit

1902016

Skipulag og auglýsingar.
James Einar Becker og Atli Björgvinsson komu inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað. Rætt var um hvernig fjármunum sem ætlaðir eru til kynningar í sveitarfélaginu, yrði best varið.
Þeir ráðlögðu nefndinni að einbeita sér að samfélagsmiðlum í þetta sinn þar sem fjármunirnir myndu nýtast best þannig. Þeir buðu fram þjónustu sína við markaðsátakið og samþykkti nefndin að taka því tilboði.
Þeir munu skila af sér mælingum á árangri átaksins sem munu þá nýtast við ákvörðunartöku á næsta ári.

Nefndin ræddi tillögur að innslögum úr Hvalfjarðarsveit fyrir þáttagerð N4.

4.Reglur um birtingu skjala með fundargerðum á vef Hvalfjarðarsveitar.

2101008

Kynning.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Efni síðunnar