Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

19. fundur 02. desember 2020 kl. 16:30 - 17:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Brynja Þorbjörnsdóttir formaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
  • Bára Tómasdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Tillaga til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar frá fulltrúum Íbúalistans.

2010076

Á 316.fundi sveitarstjórnar samþykkti sveitarstjórn að vísa tillögum Íbúalistans til Menningar- og markaðsnefndar.
Nefndin þakkar sveitarstjórn fyrir erindið. Frá upphafi þessa kjörtímabils hefur nefndin unnið markvisst og eftir áætlun að verkefnum sem hafa það að markmiði að fjölga ferðamönnum á svæðinu og má sem dæmi nefna strandlengjusamstarf og merkingu sögu og merkisstaða. Nefndin hefur einnig unnið að markaðssetningu sveitarfélagsins til ferðamanna og sem búsetukost. Búið er að tryggja fjármagn til áframhaldandi vinnu við þessi verkefni á næsta ári.

Nefndin þakkar sveitarstjórn fyrir góðan stuðning við ofangreind verkefni.

2.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Drög - skilti við Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Nefndin fór yfir stöðu verkefnisins. Fyrsta skiltið sem verður við Hallgrímskirkju í Saurbæ er að fara í framleiðslu og vinna við annað skilti sem verður við Miðgarð er hafin.

3.Markaðs og kynningarmál í Hvalfjarðarsveit

1902016

Fara yfir stöðuna í strandlengjusamstarfinu, Hvalfjörður- Akraness.
Nefndin fór yfir stöðuna.

4.Þakkarbréf frá foreldrafélaginu- Styrkur

2011058

Kynningar- og þakkarbréf frá foreldrafélaginu.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Efni síðunnar