Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
1.Menningarverðmæti gamalla muna.
2004010
Erindi frá Marteini Njálssyni.
Formaður nefndarinnar og frístunda- og menningarfulltrúa fóru í áhaldahúsið, hittu skólastjóra og umsjónarmann eigna. Farið var yfir munina og skólastjóri sagði hvað hann ætlar að taka og hefur samband við Héraðsskjalasafn varðandi gömul bókhaldsgögn og fleira. Einnig var haft samband við byggðarsafnið sem vildi ekki taka við neinum munum bæði vegna þess að þeir voru illa farnir og þeir hafa eintök af þessum munum nú þegar.
Frístunda- og menningarfulltrúa var falið að hafa samband við Hernámssetrið til að kanna hvort það vildi varðveita þessa muni. Verði svarið neikvætt mun þessum munum verða fargað.
Frístunda- og menningarfulltrúa var falið að hafa samband við Hernámssetrið til að kanna hvort það vildi varðveita þessa muni. Verði svarið neikvætt mun þessum munum verða fargað.
2.Beiðni um samstarf Hvalfjarðarsveitar og N4 sjónvarps um Að vestan.
2003009
Samstarf N4 að Vestan - Viðbótarþjónusta.
Menningar- og markaðsnefnd leggur til að samningurinn verði hækkaður í 720.000 kr. með því fororði að nefndin fái að koma að ákvörðun um hvað tekið verði fyrir í þáttunum.
3.17. júní Þjóðhátíðardagur
2002013
Menningar- og markaðsnefnd leggur til við sveitarstjórn að leggja niður formleg hátíðarhöld á Leirá þetta árið vegna Covid-19. Rætt verður við kvenfélagið Lilju um möguleika þess að streyma dagskrá á netinu.
4.Hvalfjarðardagar 2020
2002012
Skipulag-Verkefni.
Menningar- og markaðsnefnd fór yfir framkvæmd og skipulagningu Hvalfjarðardaga 2020.
5.Tillaga að frekari aðgerðum til viðspyrnu og mótvægis fyrir íbúa og atvinnulíf í sveitarfélaginu á tímum Covid 19.
2004016
Markaðs- og kynningarefni tengt Hvalfjarðarsveit.
Menningar- og markaðsnefnd leggur til við sveitarstjórn að taka tilboðum frá Hrafnart í gerð kynningarmyndbanda fyrir sveitarfélagið. Menningar- og markaðsnefnd leggur til að veitt verði 1.000.000 kr. í markaðs- og kynningarefni fyrir Hvalfjarðarsveit, inn í þeirri fjárhæð er vinna Hrafnart og birting efnisins í fjölmiðlum.
6.Merking sögu og merkisstaða
1911013
Ferðaleið um Hvalfjörð og Akranes. Skiltagerð.
Menningar- og markaðsnefnd fór yfir stöðu verkefnisins.
7.Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar - Umsóknir 2020
2004032
Umsóknir.
Engar umsóknir bárust í sjóðinn þrátt fyrir lengdan umsóknarfrest.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Samþykkt einróma.