Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

12. fundur 10. febrúar 2020 kl. 18:00 - 20:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Brynja Þorbjörnsdóttir formaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Ásta Marý Stefánsdóttir boðaði forföll.

1.Hvalfjarðardagar 2020

2002012

Skipulag.
Unnið var að skipulagningu Hvalfjarðardaga sem verða haldnir helgina 19.-21. júní 2020.

2.Markaðs og kynningarmál í Hvalfjarðarsveit

1902016

Merking sögu og merkistaða.
Farið var yfir stöðu mála. Nefndin fagnar 600.000 kr. styrk til verkefnisins frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Beðið er eftir fundi með fulltrúa Vegagerðarinnar varðandi staðsetningu skilta en ekki er hægt að ráðast í hönnun skiltanna fyrr en svör frá Vegagerðinni liggja fyrir.
Einnig er búið að senda inn styrktarumsókn til Styrktarsjóðs EBÍ.

3.17. júní Þjóðhátíðardagur

2002013

Skipulag.
Kvenfélagið Lilja hefur tekið að sér að sjá um hátíðarhöld og kaffiveitingar á 17. júní.

4.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit 2020.

2002015

Skipulag.
Rætt um möguleika á að standa fyrir tónleikum á góunni.

5.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 5

2001003F

Fundargerð.
Nefndin tekur undir með Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar að markaðsetja þurfi sveitarfélagið betur og með markvissari hætti. Ungmennaráð bendir í því sambandi á að nota samfélagsmiðla betur. Menningar- og markaðsnefnd vill í því sambandi minna á tillögur sínar varðandi facebook síðu fyrir sveitarfélagið þar sem starfsmenn og stofnanir kæmu að jákvæðum fréttum úr sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 20:15.

Efni síðunnar