Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2018
Dagskrá
Brynja Þorbjörnsdóttir og Brynjólfur Sæmundsson boðuðu forföll
1.Styrktarsjóður EBÍ 2018.
1803016
Nefndin leggur til við sveitastjórn að sótt verður um styrk úr styrktarsjóð EBÍ. Ef Hvalfjarðarsveit fær þennan styrk, þá leggur nefndin til að fjárhæðin renni til nýrrar grunnsýningar Byggðarsafnsins í Görðum.
2.Stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum
1803009
Nefninni barst "stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar ... " Nefndin leggur til að sveitarstjórn komi því að við ráðuneytið að bæta þarf aðgengi ferðamanna við Glym og þar þyrfti að vera landvörður í fullu starfi. Í sveitarfélaginu eru afar vinsælar gönguleiðir á borð við Síldarmannagötur og Leggjarbrjótur. Í landsáætluninni eru þessir staðir ekki nefndir á nafn - frekar en Glymur. Ljóst er að það þarf að gera umtalsverðar úrbætur á öllum þessum stöðum. Það þarf að merkja leiðir, bæta við bílastæðum og setja upp salerni við Glym.
3.Önnur mál
1711023
Nefndin leggur til við sveitastjórn að leitað verði leiða til að skrá minjar frá seinni heimsstyrjöld sem er að finna við Hvalfjörð. Í þessu sambandi má nefna þann möguleika að fá nemendur í sagn- og þjóðfræði við HÍ til verksins - og styrkja til verksins.
Fundi slitið.