Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Kaldavatnsveita fyrir Heiðarskóla
1909007
Um er að ræða 4 kaldavatnslindir. Horft er í að nýta lind nr. 1 og 4. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Matís hafa framkvæmt sýnatöku og meta vatnið drykkjarhæft. Búið er að rennslismæla lindirnar. Úr lind nr. 1 mældust 1,5 s/l. Úr lind nr. 4 mældist 0,7 s/l.
Umsjónarmaður fasteigna upplýsti nefndarmenn um stöðu verks. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gerður verði samningur við landeigendur Hávarsstaða og Neðra-Skarðs um virkjun kaldavatnsveitu fyrir Heiðarskólasvæðið.
2.Viðauki - Heiðarborg - Stýrikerfi
1909008
Verið er að setja upp vöktunarkerfi fyrir loftræstingu og stjórnbúnað sundlaugar í Heiðarborg. Við lagfæringu á bilun í kerfi árið 2018 kom í ljós að endurnýja þarf kerfið. Minniblað vegna viðauka og tillaga um viðauka lagt fram til afgreiðslu.
Umsjónarmaður fasteigna upplýsti nefndarmenn um stöðu verks. Heildarkostnaður við endurnýjun á kerfinu er 9,4 milljónir. Áður samþykktur viðauki nr. 6 uppá 3 milljónir. Mannvirkja og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja viðauka upp á 6,4 milljónur er varðar endurnýjun á stýribúnaði sundlaugar og loftræstingu í Heiðarborg.
3.Viðhaldsáætlun - 2019
1809035
Yfirferð á viðhaldsáætlun umsjónarmanns fasteigna.
Umsjónarmaður fasteigna fór yfir stöðu viðhaldsáætlunar og verkstaða lögð fram til kynningar.
4.Framkvæmdaráætlun 2019-2022
1811031
Framkvæmdaráætlun fyrir 2019:
1. Hitaveita á Heiðaskólasvæði
2. Hitaveita í Hvalfjarðarsveit
3. Endurnýjun kaldavatnsveitu við Heiðaskóla
4. Kaldavatnsveita Hlíðarbær
1. Hitaveita á Heiðaskólasvæði
2. Hitaveita í Hvalfjarðarsveit
3. Endurnýjun kaldavatnsveitu við Heiðaskóla
4. Kaldavatnsveita Hlíðarbær
Staðan á framkvæmdaráætlun 2019:
1. Verið er að yfirfara gögn vegna hitaveitu á Heiðarskólasvæði.
2. Verið er að kanna möguleika á hitaveitu í Hvalfjarðarsveit og hugmyndir varðandi varmadælu fyrir húsnæði á köldum svæðum.
3. Verið er að vinna í endurnýjun á kaldavatnsveitu fyrir Heiðarskóla. Málsnr. 1909007.
1. Verið er að yfirfara gögn vegna hitaveitu á Heiðarskólasvæði.
2. Verið er að kanna möguleika á hitaveitu í Hvalfjarðarsveit og hugmyndir varðandi varmadælu fyrir húsnæði á köldum svæðum.
3. Verið er að vinna í endurnýjun á kaldavatnsveitu fyrir Heiðarskóla. Málsnr. 1909007.
Fundi slitið - kl. 09:30.