Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

23. fundur 04. júlí 2019 kl. 08:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Einar Engilbert Jóhannesson
  • Guðjón Jónasson
  • Atli Viðar Halldórsson
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Bogi Kristinsson Magnusen Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Lagfæring stíflu í Eiðsvatni.

1805033

Eiðisvatnsstífla.
Umsjónarmaður eigna fór yfir framgang málsins. Unnið hefur verið við stíflugerð í Eiðisvatni. Nauðsynlegt era ð bæta grjóti utan- og innaná stífluna til þess að verja hana. Umsjónarmenni eigna falið að ræða við verktaka.

2.Framkvæmdaráætlun 2019-2022

1811031

Kaldavatnsból v/Heiðarskóla.
Kaldavatnsveita fyrir Heiðarskóla. Landamerki og staðsetning núverandi vatnsbóls fyrir Heiðarskóla hafa verið staðfest. Núverandi vatnsból er í landi Hávarsstaða. Landeigendur Hávarsstaða hafa eftir fund með formanni Mannvirkjanefndar og oddvita Hvalfjarðarsveitar gefið sitt leyfi fyrir því að sveitarfélagið leiti að uppsprettum í þeirra landi til styrkingar á núverandi vatnsbóli eða gerð nýs vatnsbóls fyrir Heiðarskóla.
Húshitun kaldra svæða. Undirbúningsvinna við gerð reglna um varmadælur til hitunar á íbúðarhúsnæði á köldum svæðum í Hvalfjarðarsveit er í gangi.
Stefnt era ð því að funda með fulltrúum Elkem varðandi hugsanlega fjarvarmaveitu frá Grundartanga.

3.Framkvæmdaráætlun 2019-2022

1811031

Hitaveita í Hvalfjarðarsveit.
Kaldavatnsveita fyrir Heiðarskóla. Landamerki og staðsetning núverandi vatnsbóls fyrir Heiðarskóla hafa verið staðfest. Núverandi vatnsból er í landi Hávarsstaða. Landeigendur Hávarsstaða hafa eftir fund með formanni Mannvirkjanefndar og oddvita Hvalfjarðarsveitar gefið sitt leyfi fyrir því að sveitarfélagið leiti að uppsprettum í þeirra landi til styrkingar á núverandi vatnsbóli eða gerð nýs vatnsbóls fyrir Heiðarskóla.
Húshitun kaldra svæða. Undirbúningsvinna við gerð reglna um varmadælur til hitunar á íbúðarhúsnæði á köldum svæðum í Hvalfjarðarsveit er í gangi.
Stefnt era ð því að funda með fulltrúum Elkem varðandi hugsanlega fjarvarmaveitu frá Grundartanga.

4.Viðhaldsáætlun - 2019

1809035

Viðhaldsáætlun.
Umsjónarmaður eigna fór yfir viðhaldsáætlunina og greindi frá framvindu.

Fundi slitið.

Efni síðunnar