Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

10. fundur 06. nóvember 2017 kl. 17:00 - 19:00

Stefán Ármannsson, Sæmundur Víglundsson og Ása Hólmardóttir sem ritaði fundargerð.

1. Gjaldskrá Hitaveitu Heiðarskóla.

 

Rædd drög að gjaldskrá fyrir  hitaveitu á Heiðarskólasvæðinu.

Lagt fram til skoðunar.

 

2. Gjaldskrá fyrir ljósleiðara.

 

Rædd drög að breyttri  gjaldskrá fyrir ljósleiðara í Hvalfjarðarsveit.  

Gjaldskrá samþykkt.  Sjá hér !

 

3. Erindi frá STJÁ, landeiganda á Þórisstöðum. – Fyrirspurn um öflun á heitu vatni og samræmi í búsetuskilyrðum.

 

Veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að hún svari umræddu erindi. Nefndin tekur undir  með bréfritara að  Hvalfjarðarsveit  setji sér reglur vegna annarra lausna til húshitunar  á  köldum svæðum í sveitarfélaginu  s.s varmadælur,  þar sem ljóst er að tenging á heitu vatni er kostnaðarsöm. 

 

4. Borun eftir heitu vatni. Fyrirspurn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða.

 

Veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að setti verði fjármagn í áframhaldandi borun á heitu vatni á næsta ári.  

 

 

 

 

Fundi slitið kl:   18.20

 

Efni síðunnar