Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

13. fundur 07. júní 2017 kl. 15:00 - 17:00

Björgvin Helgason

Sara Margrét Ólafsdóttir

Sigurður Arnar Sigurðsson, sem ritar fundargerð

 

Guðný Elíasdóttir byggingarfulltrúi sat allan fundinn

Eyrún Jóna Reynisdóttir sat fundinn undir lið 1.

 

1. Leiktæki og lóð Skýjaborgar

a. Farið var yfir tilboð í leiktæki og uppsetningu, lagt er til við sveitarstjórn að taka tilboði frá Jóhanni Helga & Co.

b. Farið var yfir tilboð í jarðvegsvinnu vegna lagfæringar á lóð Dropans. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tekið verði tilboði frá Vélaleigu Halldórs Sigurðssonar ehf.

 

Gert er ráð fyrir þessum framkvæmdum í viðhaldsáætlun ársins 2017 og eru þessi tilboð innan þess fjárhagsramma sem áætlaður var í þetta verk.  Farið verður í framkvæmdir við jarðvegsvinnu á þeim tíma sem leikskólinn lokar  í sumar og leiktæki verði sett upp strax í framhaldinu og með það að markmiði að framkvæmdinni verði lokið við upphaf nýs skólaárs.

 

2. Viðhaldsáætlun 2017

a. Farið var yfir stöðu verkefna á viðhaldsáætlun. Nefndin óskar eftir ítarlegri samantekt þar sem raunkostnaður verkþátta sé settur í skjalið til samanburðar við áætlun.

 

 

Fundi slitið kl: 16:00

 

Efni síðunnar