Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

12. fundur 20. nóvember 2016 kl. 20:00 - 22:00

Björgvin Helgason, Sara Margrét Ólafsdóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson.

1. Viðhaldsáætlun 2017

 

a. Farið var yfir endurskoðaða viðhaldsáætlun 2017 og endanleg tillaga nefndarinnar fullkláruð til yfirferðar og samþykktar sveitastjórnar. 

 

2. Ástandsskoðanir BSI 

 

a. Skoðanaskýrslur BSI vegna leikskóla Skýjaborgar og grunnskóla Heiðarskóla lagðar fram til kynningar.

b. Nefnin gefur sér frest til næsta fundar til yfirferðar og gerð athugasemda.

 

3. Gatnagerð Melahverfi

 

a. Verkfundagerðir 4-5 vegna gatnagerðar í Melahverfi lagðar fram til kynningar.

b. Nefndin óskar eftir útskýringum á eftirfarandi:

  • i. Hver er ástæða seinkunar á afhendingu ?
  • ii. Hver er staða magntöku og uppgjörs, er verkefnið að fara fram úr áætlun ?
  • iii. Hvenær eru endanleg verklok og hvert er mat eftirlitsaðila á rétti verktaka til framlengingar á verktíma ?
  • iv. Hyggst sveitafélagið beita verktaka dagsektum vegna seinkunar á afhendingu verksins ?
  • v. Ástæða og umfang auka/viðbótarverka ?
  • vi. Hver er áætlaður endanlegur verktakakostnaður og hversu mikið er það frá samningsupphæð ?
  • vii. Hvernig hefur verktaki staðið sig að mati eftirlitsaðila í öryggismálum ?

 

 

Fundi slitið kl: 22:45

 

 

 

 

Efni síðunnar