Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Björgvin Helgason
Sara Margrét Ólafsdóttir
Sigurður Arnar Sigurðsson, sem ritar fundargerð
1. Húsnæðismál leikskóla Skýjaborgar
Leikskólinn var opnaður árið 1999, þá sem einnar deildar leikskóli. Árið 2007 var opnuð ný deild
við leikskólann og tekur skólinn nú á móti um 40 börnum á aldrinum 18 mánaða til 6 ára.
Reyndar hafa verið veittar undanþágur frá aldurstakmörkum við inntöku o g hafa börn verið tekin
inn 12 mánaða ef rými hefur leyft það. Húsnæðið sem byggt var 1999 er um 217 m2 en
viðbyggingin frá 2007 er um 130 m2 að stærð. Samtals er því húsnæði skólans tæpir 350 m2.
Fyrir stækkun leikskólans var tekið á móti allt að 30 bör num á einni deild, stækkunin árið 2007
gerði ráð fyrir að hægt væri að bæta við um 18 plássum, Við stækkunina voru aldursmörk við
inntöku færð niður í 18 mánaða aldur. Lóð leikskólans er um 2300 m2 að stærð og er hú n
tvískipt, hluti lóðarinnar hefur verið endurgerður og er hún mjög vel búin. Hinn hluti lóðarinnar
þar sem yngri deild skólans er, uppfyllir ekki kröfur. Endurnýja þyrfti leiktæki og lagfæra lóð og
fallvörn við leiktæki.
Í samanburði við aðra leikskóla telst húsnæði Skýjaborgar á margan hátt gott, Húsnæðinu hefur
verið þokkalega viðhaldið og nýtist ágætlega sem leikskólahúsnæði. Eftirlitsaðilar hafa hins vegar gert
athugasemdir við hæð á gufu-/bakaraofni í eldhúsi. Auk þess hefur verið bent á að þörf sé á að fara
í lagfæringar á aðstöðu starfsfólks, skipta út húsbúnaði á kaffistofu starfsfólks og lagfæra búnings
og snyrtiaðstöðu starfsfólks. Einnig hefur verið nefnt að skipta út húsbúnaði á skrifstofu
skólastjóra/sviðsstjóra. Jafnframt hefur verið bent á kosti þess að hafa sal sem gæti ný st sem
hreyfirými fyrir börnin. Samkvæmt reglugerð er skylda að hafa hreyfirými í nýjum leikskólum, og
sama gildir ef byggt er við eldri leikskóla.
Til stendur að fara í úrbætur á starfsmannaaðstöðu starfsfólks á árinu 2016 og jafnframt eru
ráðgerðar nauðsynlegar lagfæringar í eldhúsi.
Á undanförnum árum hefur barnafjöldi í Skýjaborg verið frá 36 og upp í 41 barn en undanþágur hafa
verið veittar fyrir inntöku barna yngri en 18 mánaða. Inntökureglur leikskólans gera ráð fyrir inntöku
við 18 mánaða aldur. Það er því í raun ekki sjálfgefið að taka inn börn við 12 mánaða aldur eins og
tíðkast hefur undanfarin misseri. Í leikskólanum Skýjaborg hefur fjöldi barna verið miðaður við um 40
börn.
Reynt hefur verið að spá fyrir um og meta þarfir leikskólahúsnæðis til framtíðar. Barnafjöldi hefur
verið mjög áþekkur eða á bilinu 36 – 41 barn á tímabilinu 2010 -2015, og í dag eru 40-41 barn í
leikskólanum
Ekki hefur verið unnin mannfjöldaspá fyrir sveitarfélagið en í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-
2020 er gert ráð fyrir fjölgun upp á 3,6 % sem er meðalfjölgun sem varð á árunum 2002 – 2007. Þar er
tiltekið að líklega muni íbúafjölgun verða í stökkum og fylgi fyrirhugaðri uppbyggingu í
sveitarfélaginu. Miðað við íbúafjölda í dag er ljóst að þessi fjölgun hefur ekki gengið eftir á
undanförnum árum, en íbúar í dag eru um 635 talsins. En í janúar 2008 voru íbúar 683 talsins.
Ef miðað er við öllu hófsamari spá eða um 1,25 – 1,63 % árlegri fjölgun að jafnaði, sem er
sambærilegt og ráðgert er í sveitarfélögum í nágrenninu þá myndi íbúaþróun verða með eftirfarandi
hætti í Hvalfjarðarsveit. En íbúar eru í dag um 635.
o 1,25 % fjölgun íbúa=2020 íbúar 675 talsins fjölgun um 40 íbúa 2025 íbúar 720 fjölgun 85 íbúar
o 1,63% fjölgun íbúa 2020 íbúar samtals 688 fjölgun 53 íbúar.
2025 íbúar 746 fjölgun 111 íbúar
Sveitarstjórn hefur ákveðið að fara í gerð nýrrar götu í Melahverfi, við þá götu er gert ráð fyrir 4
einbýlishúsum, 10 parhúsa íbúðum og 6-8 íbúðum í fjölbýli eða alls 20 – 22 íbúðareiningum. Ljóst má
vera að þó farið verði í framkvæmd þessarar götu þá hefur það í fyrsta lagi áhrif til fjölgunar íbúa eftir
2 – 3 ár.
Valkostir sem skoðaðir hafa verið lauslega til framtíðar á húsnæði Skýjaborgar eru:
Skoðaðir hafa verið kostir þess að byggja við núverandi leikskólahúsnæði. Fengin var arkitekt
sem kom með tillögur að um ríflega 100 m2 viðbyggingu þar sem gert var ráð fyrir u.þ.b 60
m2 sal auk rýmis til undirbúnings og skrifstofu stjórnenda. Þessi kostur hefur lauslega verið
metin í kostnaði uppá 45 – 55 milljónir króna.
Lauslega hefur verið áætlaður kostnaður við að byggja nýjan leikskóla en slík bygging myndi
kosta á bilinu 220-300 milljónir, er þá m.v 500 m2 byggingu.
Ekki er auðvelt að spá fyrir um fjölgun barna á leikskólaaldri næstu árin og þó farið verði í
framkvæmdir við nýja götu í Melahverfi þá koma áhrif hennar í fyrsta lagi til eftir ca. 2 -3 ár m.v.
eðlilegan framkvæmdatíma. Ekki hefur ekki úthlutað neinum lóðum við umrædda götu
Fjárfesting í nýjum leikskóla er mikil fyrir 650 manna sveitarfélag og væri alls ekki gott að vera með
mikla offjárfestingu í slíku mannvirki líkt og sum sveitarfélög hafa lent í. Teljum við ábyrgara að
ráðast ekki í slíka fjárfestingu að svo stöddu, en vera reiðubúin að bregðast við þegar og ef fjölgun
leikskólabarna verður slík að nauðsyn beri til. Hægt er að bregðast við með tímabundnum úrræðum
þar til málið er leyst á varanlegan hátt. Hér eru nefndir nokkrir valkostir til þess.
Hætt verði að veita undanþágur frá aldursviðmiðum sem eru við 18 mánaða aldur.
Hvetja/stuðla að því að daggæsluþjónusta verði veitt í Hvalfjarðarsveit.
Hægt er að búa þrengra tímabundið. Til dæmis gætu 27-28 börn verið á Regnboganum og 17-18 börn á Dropanum, eða að hámarki 46 börn.
Ef fjölgun á börnum verður óvænt eða hröð er hægt að koma fyrir skólastofu sem staðsett
væri á lóð leikskólans til bráðabirgða meðan byggt væri við núverandi húsnæði eða ný
leikskólabygging væri reist.
Aðrir valkosti sem nefndir hafa verið.
Möguleiki á útikennslustofu í t.d Fannahlíð þar sem hægt væri að nýta umhverfið þar á
skemmtilegan hátt.
Setja upp deild fyrir allra minnstu börnin í rými í stjórnsýsluhúsi sem ekki er nýtt í dag.
Flytja elsta árgang leiksskólans í grunnskólahúsnæðið.
Leita eftir samstarfi við Akraneskaupstað um leikskólapláss tímabundið ef pláss er þar til
staðar.
Nefndin leggur eftirfarandi til við sveitarstjórn
Að unninn verði undirbúningsvinna að því að finna staðsetningu fyrir nýjan leikskóla svo hægt
sé að vinna hratt að því að bregðast við ef tilfinnanlegur skortur verður eftir leikskólaplássi í
sveitarfélaginu.
Unnið verði að því með stjórnendum leikskólans að finna hentuga kosti til bráðabrigða ef til
kæmi að þess þurfi með vegna bráðafjölgunar barna.
2. Gatnagerð í Melahverfi
a. Drög að tímaplani lagt fram til kynningar, rætt um framkvæmdartíma.
3. Viðhaldsáætlanir
a. Nefndin fór yfir drög að viðhaldsáætlun einstaka kostnaðarliði og gerði tillögur til
sveitastjórnar varðandi forgangsatriði.
4. Gúmmíkurl á sparkvelli
a. Björgvin fór yfir stöðuna og mun halda nefndinni upplýstri um framgang málsins. Skv
innflytjenda efnisins á kurlið ekki að vera hættulegt en verður skoðað nánar af
umhverfisfulltrúa í samstarfi við UST.
Fundi slitið kl: 17:45