Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

6. fundur 18. júní 2015 kl. 16:00 - 18:00

Mættir voru Stefán Ármannsson og Sæmundur Víglundsson.

Auk þess sat Einar Jónsson starfsmaður Hvalfjarðarsveitar fundinn og ritaði hann fundargerð

1.  Ljósleiðaramál.

 

Stefán sagði frá samskiptum sínum við Guðmund Daníelsson, varðandi lokaúttekt á verkinu. 

Guðmundur lofaði að senda nefndinni skýrslu um málið.

Rætt var um gjaldskrár, innheimtumál og fleira varðandi ljósleiðarann.

Samþykkt var sú regla að skilyrði fyrir nýtengingu íbúa sem fá styrk frá sveitarfélaginu til 

tengingar sé að skuldbinda sig til að greiða mánaðargjald til sveitarfélagsins í tvö ár.

Einari var falið að kanna gjaldtöku til þjónustuaðila fyrir aðstöðu hjá sveitarfélaginu og einnig 

að fá upplýsingar um vinnuaðferðir innheimtufyrirtækja vegna vanskila á greiðslu 

mánaðargjalda, og leggja fram drög að verklagsreglum og gjaldskrá til nefndarinnar.

Rætt var um að æskilegt væri að hafa aðila á vegum sveitarfélagsins sem færi með umsjón 

ljósleiðaralagnar og einnig að gera þurfi þjónustusamning við fyrirtæki vegna viðhalds og 

viðgerðarþjónustu á ljósleiðara. Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.

 

2.  Hitaveitumál.

 

Rætt var um málefni Hitaveitu Heiðarskóla og viðræðum við Leirárskóga. Áfram verður unnið 

að drögum að samkomulagi við Leirárskóga.

Gengið hefur verið frá samningi við eigendur Kambshóls og Eyrar vegna borunar á 

könnunarholum.

Samningur við eigendur Grafar er í vinnslu.

 

 

Fleira ekki gert

Fundi slitið kl: 17:20

Efni síðunnar