Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Stefán Ármannsson formaður, Sæmundur Víglundsson og Ása Hólmarsdóttir.
Formaður setti fundinn og var síðan gengið til dagskrár.
1. Hitastigsboranir – Samningar.
Farið yfir samninga sem gerðir hafa verið vegna hitastigsborana og neysluvatns (kalt
vatn) fyrir Hvalfjarðarsveit. Einnig farið yfir grunn að samningi vegna hitastigsborana,
þar sem enn er eftir að semja við tvo landeigendur vegna borana eftir heitu vatni.
Drög lögð fram að samningum.
Frestað fram að næsta fundi. Nefndarmönnum falið að skoða gögn og samninga við
landeigendur á væntanlegum borunarstöðum. Sæmundur tekur að sér að vinna gögn og
forsendur vegna væntanlegra samninga.
Næsti fundur verður innan tveggja vikna.
Ekki fleira gert.
Fundi slitið: kl 18:45
Fundargerð ritaði Ása Hólmarsdóttir.