Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

2. fundur 03. desember 2014 kl. 20:00 - 22:00

Björgvin Helgason

Sigurður Arnar Sigurðsson, sem ritar fundargerð

Sara Margrét Ólafsdóttir

 

 

Gestir fundarins voru:

Hjördís Stefánsdóttir

Guðmundur Ólafsson

Björn Páll Fálki Valsson

Ólafur Ingi Jóhannesson

Eyrún Jóna Reynisdóttir

 

 

1.  Björgvin fór yfir dagskrárefni fundarins og umræðuefni síðasta fundar.

a.  Nýr leikskóli í Krosslandi

b.  Viðbygging við Skýjaborg

c.  Nýr leikskóli í Melahverfi og sala á eldra húsnæði

d.  Búin yrði til leikskóladeild upp í Heiðarskóla sem myndi þjónusta elstu börnin.

 

2.  Lagt er til að skoða eina aðra færa leið.

e.  Leikskólastarfssemi færð í stjórnsýsluhús og stjórnsýsla færð í leikskólabyggingu.

 

3.  Farið var yfir hvern kost fyrir sig og ákveðið að skoða ekki frekar leið a) og d). Nýr leikskóli í 

Krosslandi ekki metinn tímabær og leikskóladeild í Heiðarskóla metin óhagstæð 

kostnaðarlega og erfið í framkvæmd þar sem m.a. skólaár leik- og grunnskóla eru 

mismunandi. 

 

4.  Umræður fóru fram um aðra kosti og ákveðið að gera ítarlega SVÓT greiningu eftirfarandi 

leiðum í samráði við hagsmunaaðila:

a.  Viðbygging við Skýjaborg

b.  Nýr leikskóli í Melahverfi og sala á eldra húsnæði

c.  Leikskólastarfssemi færð í stjórnsýsluhús og stjórnsýsla færð í leikskólabyggingu

 

5.  Ákveðið að óska eftir afriti af athugasemdum Vinnueftirlits og Heilbrigðiseftirlits til yfirlestrar 

fyrir næsta fund.

 

6.  Ákveðið að boða stjórnendur leik- og grunnskóla á næsta fund.

 

 

Fundi slitið kl: 22.30

Efni síðunnar