Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

21. fundur 28. febrúar 2019 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Einar Engilbert Jóhannesson
  • Guðjón Jónasson
  • Atli Viðar Halldórsson
Starfsmenn
  • Guðný Elíasdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðný Elíasdóttir Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Framkvæmdaráætlun 2019-2022

1811031

Verkáætlun gerð vegna framkvæmda 2019.
Yfirfara þarf eldri gögn varðandi framkvæmdir sem á að vinna 2019.

2.Umferðaröryggi í Melahverfi

1901269

Erindi Elínar Óskar Gunnarsdóttur varðandi umferðaröryggi í Melahverfi. Vísað inn til Mannvirkja- og framkvæmdanefndar af sveitarstjórn á 279. fundi þann 22.01.2019. Bréfritari óskar eftir viðbrögðum sveitarfélagsins hvað varðar hraðakstur og hraðatakmarkanir í Melahverfi.
Borið hefur á kvörtunum í Hlíðarbæ varðandi hraðakstur. Sveitarfélagið og Vegagerðin hafa verið að vinna í úrbætum á því.
Sveitarfélagið hefur í samvinnu við Vegagerðina ákveðið að setja up hraðamælingar á Bugðumel í Melahverfi.
Borið hefur á kvörtunum vegna hraðaksturs í Hlíðarbæ. Sveitarfélagið mun í samvinnu við íbúa leitast eftir viðunnandi lausn.

3.Hlíðarbær 3 3a 5 5a - Sala á sökklum

1902044

Tillaga til sveitarstjórnar að taka af sölu sökkla við lóðir 3, 3a, 5 og 5a.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að taka af sölu sökkla við lóðir 3, 3a, 5 og 5a í Hlíðarbæ. Kostnaður gatnaframkvæmda mun ekki skila sér í gatnagerðargjöldum á fyrrnefndum lóðum.

4.Viðhaldsáætlun - 2019

1809035

Yfirferð á viðhaldsáætlun 2019.
Umsjónarmaður fasteigna fór yfir stöðu viðhaldsáætlunar fyrir árið 2019. Búið er að tryggja iðnaðarmenn í stærri verk sem eru á áætlun.

Fundi slitið.

Efni síðunnar