Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

73. fundur 13. ágúst 2024 kl. 15:30 - 17:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson ritari
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Salvör Lilja Brandsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Guðjón Jónason, formaður Mannvirkja- og framkvæmdanefndar, bauð fundarfólk velkomið.

Formaður óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:
Mál nr. 2403026 - Umsókn um byggingarheimild eða - leyfi - Réttarhagi 2 -Flokkur 2. Málið verður nr. 3.2. á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 5:0

1.Uppgræðsla á landi sveitarfélagsins við Bugðumel

2408001

Samkv. deiliskipulagsuppdráttum er opið/grænt svæði sem skilur að Bugðumel og nærliggjandi lóðir við Háamel og Lyngmel, unnið hefur verið að aðlögun svæðisins fyrir ofan Háamel og við Lyngmel 14-16, framlögð er verklýsing og kostnaðaráætlun fyrir yfirborðsfrágang svæðisins.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða verklýsingu og kostnaðaráætlun og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að hefja framkvæmdir.

2.Hitaveita

2009013

Framkvæmd og staða Heiðarveitu.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd vinnur málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

3.Íþróttahús - Heiðarborg - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Verkstaða framkvæmda við byggingu íþróttahúss við Heiðarborg.
Verkefnastaða og framkvæmd verksins kynnt.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Réttarhagi 2 - Flokkur 2,

2403026

Fyrirspurn um neysluvatn í Réttarhaga 2.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að afla frekari gagna.

5.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2024-2027

2309051

Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2024.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir og kynnti verkefni viðhalds- og framkvæmdaáætlunar.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða viðhalds- og framkvæmdaáætlun.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Efni síðunnar