Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

69. fundur 05. mars 2024 kl. 15:30 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson ritari
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Salvör Lilja Brandsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Harðardóttir
Dagskrá

1.Melahverfi 2 L133639 - Beitarhólf 2020

1909020

Framlögð drög að reglum,gjaldskrá og leigusamningi vegna beitarhólfa.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar reglur og gjaldskrá fyrir Beitarhólf Melahverfi 2 sem og leigusamning fyrir beitarhólf Melahverfi 2.

2.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu

2001040

Undirbúningsvinna vegna göngu- og reiðhjólastíga í sveitarfélaginu.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir að senda landeigendum við Grunnafjörð framlagt bréf varðandi möguleika á að leggja göngu- og reiðhjólastíg að Grunnafirði.

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir að senda landeigendum við strandlengju Innness framlagt bréf varðandi möguleika á að leggja göngu- og reiðhjólastíg að fjöru.

3.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Útboð íþróttahúss við Heiðarborg.
Lagt fram.

4.Samstarfsnefnd Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

2205016

Fundargerðir samstarfsnefndar.
Lagðar fram fundargerðir 04 og 05 frá samstarfsnefnd Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

5.Viljayfirlýsing og skipan starfshóps um framtíð vatnsöflunar fyrir íbúa og atvinnulíf norðan Hvalfjarðar.

2305044

Greinargerð starfshóps um framtíð vatnsöflunar fyrir íbúa og atvinnulíf í Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað.
Karl Ingi Sveinsson kynnti niðurstöður greinargerðar starfshóps um framtíð vatnsöflunar fyrir íbúa og atvinnulíf í Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað sem unnin var í samstarfi Veitna, Hvalfjarðarsveitar, Faxaflóahafna, Norðuráls, Akraneskaupstaðar og Elkem.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar