Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

68. fundur 06. febrúar 2024 kl. 15:30 - 17:10 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson ritari
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Salvör Lilja Brandsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá

1.Afnot beitarlands í eigu Hvalfjarðarsveitar.

2311008

Erindi frá Hestamannafélaginu Dreyra.
Stjórn hestamannafélagsins Dreyra óskar eftir að fá afnot af beitarlandi í eigu Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða svæði sem liggur neðan við Fannahlíð og niður að Eiðisvatni, en þjóðvegur 1 skiptir landinu í tvennt (Bláberjaholt og Öskuhús/Selhæð).

Huti svæðisins er innan svokallaðs þynningarsvæðis sem skilgreint er vegna stóriðjunnar við Grundartanga. Samkvæmt aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 eru ákveðnar takmarkanir á nýtingu lands innan þynningarsvæðis en innan þess er að jafnaði ekki heimil beit á túnum nema sýnt sé fram á að mengun í jarðvegi og grunnvatni sé undir viðmiðunarmörkum. Rétt er að taka fram, að takmarkanir vegna þynningarsvæðisins verða endurskoðaðar með endurnýjun starfsleyfa á svæðinu og hefst sú vinna síðar á árinu, skv. upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Þynningarsvæði sem sýnd eru á aðalskipulagsuppdrættinum er því víkjandi á skipulagstímabilinu.

Niðurstöður gróðursýnamælinga fyrir árið 2023 vegna vöktunaráætlunar benda ekki til þess að flúormagn í grasi sé nálægt eða yfir viðmiðunarmörkum þess sem teljast skaðleg grasi eða grasbítum.

Miðað við þessar forsendur, leggst Mannvirkja- og framkvæmdanefnd ekki gegn því að Hestamannafélagið Dreyri fái heimild til að nýta svæðið til beitar, að því gefnu að niðurstöður vöktunar sýni ekki mæligildi mengandi efna yfir viðmiðunarmörkum. Þeir annmarkar eru þó á sýnatökunni, að ekki eru tekin sýni úr jarðvegi eða grunnvatni, þar sem þessar mælingar eru ekki hluti umhverfisvöktunar. Þó eru tekin sýni úr Urriðaá og Kalmannsá. Einnig má nefna að almennt er talið að upptaka plantna á flúor og binding í plöntuvefinn sé í gegnum loftaugu, síður úr jarðvegi og/eða grunnvatni.

Nýting svæðisins yrði að öllu leiti á ábyrgð Hestamannfélagsins Dreyra og félagið skal sjá til þess að svæðið sé girt öruggri girðingu.

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá samningi við Hestamannafélagið Dreyra um umbeðið beitarland með þeim fyrirvörum sem fyrir liggja og í samræmi við samninga um beitarhólf sem fyrir eru hjá Hvalfjarðarsveit.

2.Melahverfi 2 L133639 - Beitarhólf 2020

1909020

Útleiga á beitarlandi.
Formanni og verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falið að endurskoða stærðir beitarhólfa og uppfæra reglur um beitarhólf.

3.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu

2001040

Undirbúningsvinna vegna göngu- og reiðhjólastíga í Hvalfjarðarsveit.
Nefndarfólki og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að vinna að áætlun næstu ára um göngustígagerð í sveitarfélaginu fyrir næsta fund.

4.Hlíðarbær - leiksvæði

2402004

Undirbúningsvinna vegna leiksvæðis Hlíðarbæ.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að kostnaðarmeta framkvæmdina miðað við hreinsun á svæðinu, gerð göngustígs niður að leiksvæðinu, grisjun á trjágróðri umhverfis leiktækin og uppsetningu tveggja leiktækja.
Fylgja skal reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða samkv. reglugerð 1025/2022.

5.Fjarskiptamál á Vesturlandi

2402002

Staða fjarskiptamála á Vesturlandi 2023.

Samantekt á útbreiðslu fastaneta, farneta og útvarpsdreifingar og væntanlegar framkvæmdir
Lagt fram til kynningar.

6.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2024-2027

2309051

Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir stöðu viðhalds- og framkvæmdaáætlunar 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Efni síðunnar