Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

49. fundur 05. maí 2022 kl. 16:00 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Einar Engilbert Jóhannesson aðalmaður
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Marteinn Njálsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
  • Arnar Skjaldarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Formaður Mannvirkja- og framkvæmdanefndar óskar eftir með vísan til c.liðar 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta við með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:
Mál nr. 1910031 - Snjómokstur og hálkueyðing. Málið verður nr. 7 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 5:0

1.Framkvæmdaleyfi - lagning ljósleiðara.

2204031

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í landi Bjarteyjarsands.
Öllum tilskyldum leyfum hefur verið skilað inn til sveitarfélagsins vegna útgáfu framkvæmdaleyfis. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja leyfi fyrir tengingu við ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins.

2.Hitaveita

2009013

Samþykktir og gjaldskrá Heiðarveitu.
Framlagðar eru gjaldskrárdrög og samþykktir Heiðarveitu.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða gjaldskrá og samþykktir Heiðarveitu.

3.Varmadælur í Hvalfjarðarsveit.

2202005

Framlögð er tillaga að reglum um styrki vegna varmadælna í Hvalfjarðarsveit.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja meðfylgjandi reglur í samræmi við umræður á fundinum.

4.Leikskólahúsnæði - þarfagreining 2022

2202016

Framlögð er skýrsla starfshóps um framtíðarsýn í leikskólamálum í Hvalfjarðarsveit.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd tekur undir niðurstöður starfshóps um framtíðarsýn í leikskólamálum og leggur til við sveitarstjórn að hafist verði handa við undirbúning og framkvæmd við lausa kennslustofu á lóð leikskólans Skýjaborgar sem allra fyrst. Jafnframt leggur Mannvirkja- og framkvæmdanefnd áherslu á að hafin verði undirbúningur að byggingu nýs leikskóla í Melahverfi strax að því loknu.

5.Melahverfi - Opin svæði

2001041

Verkís hefur lokið við breytingu á hönnunargögnum fyrir opna svæðið í Melahverfi. Tekið var mið að lengingu götu Innrimels að framtíðarsvæði fyrir leikskóla ofan við byggðina sem gert er ráð fyrir í tillögu að nýju Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032
Lagt fram til kynningar

6.Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og réttur barna til þátttöku og áhrifa.

2201060

Erindi frá Umboðsmanni barna, þar sem öll sveitarfélög eru hvött til að virða rétt barna til þátttöku og áhrifa.
Lagt fram til kynningar.

7.Snjómokstur og hálkueyðing 2019-2022

1910031

Snjómokstur og hálkueyðing.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar breytingu á viðmiðunarreglum varðandi snjómokstur í Hvalfjarðarsveit.

8.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2022.

2201033

Viðhalds- og framkvæmdaáætlun kynnt.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir stöðu viðhalds- og framkvæmdaáætlunnar 2022

9.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 54

2205002F

Lagt fram til kynningar.
  • 9.1 2105026 Háimelur 3-5 - Parhús - gatnagerðargjöld
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 54 Eftirstöðvar gjatnagerðargjalds, seinni greiðsla hefur verið gefinn út.
  • 9.2 2105026 Háimelur 3-5 - Parhús - gatnagerðargjöld
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 54 Eftirstöðvar gjatnagerðargjalds, seinni greiðsla hefur verið gefinn út.
  • 9.3 2109039 Háimelur 3 - Nýbygging parhús - byggingarleyfisumsókn
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 54 Samrýmist skipulagi og er samþykkt
  • 9.4 2109040 Háimelur 5 - Nýbygging parhús - byggingarleyfisumsókn
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 54 Samrýmist skipulagi og er samþykkt
  • 9.5 2204013 Lyngmelur 15 - Umsókn um lóð
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 54 Umsókn um lóðina Lyngmelur 15 hefur verið samþykkt.
    Samkvæmt gildandi reglum sveitarfélagsins um lóðarúthlutanir þarf umsækjandi að greiða gatnagerðargjöld skv. gjaldskrá sveitarfélagsins til þess að úthlutun öðlist gildi.
  • 9.6 1908016 Krossvellir 4 - Fjölbýlishús
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 54 Samrýmist skipulagi og er samþykkt
  • 9.7 2105016 Fornistekkur 16 - umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 54 Samrýmist skipulagi og er samþykkt
  • 9.8 2102147 Akravellir 6
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 54 Samrýmist skipulagi og er samþykkt
  • 9.9 2203052 Háhóll-Nafnabreyting-Hóll 1, F2504870.
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 54 Afgreitt með nafnabreytingu
  • 9.10 2204036 Kjarrás 20 - Umsókn um stöðuleyfi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 54 Samþykkt er að veita stöðuleyfi samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum
  • 9.11 2205004 Galtarvík 2 - Umsókn um stöðuleyfi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 54 Samþykkt er að veita stöðuleyfi samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar