Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

48. fundur 07. apríl 2022 kl. 16:00 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Einar Engilbert Jóhannesson aðalmaður
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Marteinn Njálsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
  • Arnar Skjaldarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá

1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Tilboð hafa verið opnuð í heildarhönnun verkfræði- og landlagshönnun íþróttahúss við Heiðarborg. Fimm tilboð bárust þ.e. VSO Ráðgjöf ehf, Mannvit hf, EXA Nordic ehf, Al-Hönnun ehf og VSB Verkfræðistofa ehf.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda þ.e. Al-Hönnun og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.

2.Heiðarskóli - Þak

2008023

Tilboð í endurnýjun á þaki Heiðarskóla voru opnuð þann 25.03.2022. Tilboð bárust frá Trésmiðju Þráins E Gíslasonar ehf og sameiginlegt tilboð frá Negla og Saga slf og HD smiðum ehf.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Negla og Saga slf og HD-smiðir ehf, verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.

3.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu

2001040

Tilboð hafa verið opnuð í hönnun á áframhaldandi göngustíg við Eiðisvatn. Tvö tilboð bárust þ.e. frá Mannvit hf og Verkís ehf.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Mannvit og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.

4.Melahverfi - Opin svæði

2001041

Verkís hefur lokið vinnu við hönnun á opnu svæði í Melahverfi og hefur skilað inn teikningum og kostnaðaráætlun fyrir verkið.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna sé falið að fá hönnuði til að uppfæra gögn miðað við umræður á fundinum. Rýmt verði fyrir framtíðarsvæði á lengingu götu Innrimels að framtíðarsvæði fyrir leikskóla ofan við byggðina sem gert er ráð fyrir í tillögu að nýju Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Lagt er til að hóll verði felldur út og færsla verði á körfuboltavelli / fótboltavelli og ærslabelg.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða verkið út að þessum breytingum loknum.

5.Varmadælur í Hvalfjarðarsveit.

2202005

Ábending frá Axel Helgasyni við setningu reglna um styrki er tengjast hagkvæmi þess að setja upp varmadælukerfi á rafkynntu húsnæði í Hvalfjarðarsveit.
Lagt til fram til kynningar.

6.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2022.

2201033

Viðhalds- og framkvæmdaráætlun 2022 kynnt.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir stöðu viðhalds- og framkvæmdaáætlunar 2022.
Minnisblað vegna stöðu verka apríl 2022.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar