Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.
2001042
Tilboð hafa verið opnuð í heildarhönnun verkfræði- og landlagshönnun íþróttahúss við Heiðarborg. Fimm tilboð bárust þ.e. VSO Ráðgjöf ehf, Mannvit hf, EXA Nordic ehf, Al-Hönnun ehf og VSB Verkfræðistofa ehf.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda þ.e. Al-Hönnun og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.
2.Heiðarskóli - Þak
2008023
Tilboð í endurnýjun á þaki Heiðarskóla voru opnuð þann 25.03.2022. Tilboð bárust frá Trésmiðju Þráins E Gíslasonar ehf og sameiginlegt tilboð frá Negla og Saga slf og HD smiðum ehf.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Negla og Saga slf og HD-smiðir ehf, verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.
3.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu
2001040
Tilboð hafa verið opnuð í hönnun á áframhaldandi göngustíg við Eiðisvatn. Tvö tilboð bárust þ.e. frá Mannvit hf og Verkís ehf.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Mannvit og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.
4.Melahverfi - Opin svæði
2001041
Verkís hefur lokið vinnu við hönnun á opnu svæði í Melahverfi og hefur skilað inn teikningum og kostnaðaráætlun fyrir verkið.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna sé falið að fá hönnuði til að uppfæra gögn miðað við umræður á fundinum. Rýmt verði fyrir framtíðarsvæði á lengingu götu Innrimels að framtíðarsvæði fyrir leikskóla ofan við byggðina sem gert er ráð fyrir í tillögu að nýju Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Lagt er til að hóll verði felldur út og færsla verði á körfuboltavelli / fótboltavelli og ærslabelg.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða verkið út að þessum breytingum loknum.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða verkið út að þessum breytingum loknum.
5.Varmadælur í Hvalfjarðarsveit.
2202005
Ábending frá Axel Helgasyni við setningu reglna um styrki er tengjast hagkvæmi þess að setja upp varmadælukerfi á rafkynntu húsnæði í Hvalfjarðarsveit.
Lagt til fram til kynningar.
6.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2022.
2201033
Viðhalds- og framkvæmdaráætlun 2022 kynnt.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir stöðu viðhalds- og framkvæmdaáætlunar 2022.
Minnisblað vegna stöðu verka apríl 2022.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir stöðu viðhalds- og framkvæmdaáætlunar 2022.
Minnisblað vegna stöðu verka apríl 2022.
Fundi slitið - kl. 17:30.