Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
Marteinn Njálsson boðar forföll og einnig varamaður hans.
Eftirtaldir aðilar taka þátt í þessum dagskrárlið: Gunnar Bogi Borgarsson, Össur Imsland frá Ask arkitektum, Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri, Sigríður Lára Guðmundsdóttir skólastjóri Heiðarskóla, Eyrún Jóna Reynisdóttir leikskólastjóri.
1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.
2001042
Ask arkitektar koma inn á fundinn og kynna stöðu verksins.
Ask arkitektar kynntu stöðu verksins og tóku við hugmyndum nefndarmanna og starfsmanna sveitarfélagsins. Fundarmenn fóru yfir fyrstu drög að hönnun hússins.
Ofangreindir aðilar víkja af fundi.
2.Viðhaldsáætlun 2022-2025
2110013
Viðhaldsáætlun 2022-2025 kynnt.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða viðhaldsáætlun 2022-2025.
3.Framkvæmdaáætlun 2022-2025
2110014
Framkvæmdaáætlun 2022-2025 kynnt.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða framkvæmdaáætlun fyrir árin 2022-2025.
4.Fjárhagsáætlun - Tillögur frá fulltrúum Íbúalistans.
2109036
Erindi frá íbúalistanum.
Framlagðar tillögur á 337. fundi sveitarstjórnar frá fulltrúa íbúalistans vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2022-2026.
Framlagðar tillögur á 337. fundi sveitarstjórnar frá fulltrúa íbúalistans vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2022-2026.
Í tillögu Mannvirkja- og framkvæmdanefndar á framkvæmdaáætlun 2022-2025 er gert ráð fyrir fjármagni í ráðgjafavinnu við þarfagreiningu á leikskólamálum í Hvalfjarðarsveit.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna og formanni nefndarinnar er falið að eiga fund með slökkviliðsstjóra og eldvarnareftirlitsmanni varðandi brunavarnir og slökkvivatn í Hvalfjarðarsveit.
Nefndin telur ekki frekari þörf á viðbótum á umferðartakmörkunum umfram þær sem gerðar hafa verið. Nefndin hvetur íbúa og gesti til að sýna aðgát við akstur í hverfinu.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna og formanni nefndarinnar er falið að eiga fund með slökkviliðsstjóra og eldvarnareftirlitsmanni varðandi brunavarnir og slökkvivatn í Hvalfjarðarsveit.
Nefndin telur ekki frekari þörf á viðbótum á umferðartakmörkunum umfram þær sem gerðar hafa verið. Nefndin hvetur íbúa og gesti til að sýna aðgát við akstur í hverfinu.
Fundi slitið - kl. 18:10.