Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
Marteinn Njálsson boðaði forföll og varamaður komst ekki í hans stað.
1.Lyngmelur - Gatnaframkvæmd
2101014
Tilboð hafa verið opnuð í verkið Lyngmelur - Gatnaframkvæmd, tilboðin hafa verið yfirfarin og var Þróttur ehf með lægsta tilboðið kr 95.236.210
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Þrótt ehf með fyrirvara á samþykki Veitna ohf, RARIK ehf og Mílu ehf og Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.
2.Hitaveita
2009013
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna leggur fram tillögur að samningum við landeigendur og Veitur ohf og leggur einnig fram tillögur að gjaldskrá vegna verksins „Lagning hitaveitu að Heiðarskóla“ fyrir hönd T.S.V s/f.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppkast af samningi við landeigendur verði samþykktur og samningur við Veitur ohf verði samþykktur með fyrirvara er varðar gr. 4 um mögulega yfirtöku Veitna ohf á veitunni.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja gjaldskrá með fyrirvara um undirritaða samninga við Veitur og landeigendur.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja gjaldskrá með fyrirvara um undirritaða samninga við Veitur og landeigendur.
3.Hitaveita-Verðkönnun.
2108010
Lögð fram verðtilboð verðkönnunar frá jarðvinnuverktökum vegna hitaveitu í Leirársveit.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja tilboð lægstbjóðanda, Jónasar Guðmundssonar ehf með fyrirvara um samþykktir Veitna ohf og landeigendur.
Guðjón Jónasson vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
Guðjón Jónasson vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
Fundi slitið - kl. 16:31.