Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

27. fundur 04. desember 2019 kl. 08:00 - 10:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Einar Engilbert Jóhannesson
  • Guðjón Jónasson
  • Atli Viðar Halldórsson
Starfsmenn
  • Guðný Elíasdóttir embættismaður
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
  • Marteinn Njálsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðný Elíasdóttir Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Viðhaldsáætlun - 2019

1809035

Viðhaldsáætlun fyrir 2019 lögð fram og staða deilda yfirfarin.
Umsjónarmenn fasteigna og byggingarfulltrúi fóru yfir framvindu viðhaldsáætlunar 2019.

2.Framkvæmdaráætlun 2019-2022

1811031

Staða á framkvæmdaáætlun 2019:
2. Hitaveita Hvalfjarðarsveitar.
2. Búið er að kortleggja heimili á köldum svæðum í sveitarfélaginu og gerð könnun á upphitunarkerfum þeirra. Haft hefur verið samband við eigendur íbúðafasteigna sem kynda með rafmagni og þeir spurðir hvaða upphitunarmöguleika þeir myndu helst kjósa sér. Flestir höfðu áhuga á að kynda með hitaveitu en völdu varmadælu sem annan kost. Gögnin verða nýtt í áframhaldandi vinnu til ákvarðanatöku um hitun íbúðarhúsnæðis í Hvalfjarðarsveit.

3.Framkvæmdaáætlun - 2020-2023

1911006

1. Frágangur á Háamel í Melahverfi.
2. Hitaveita, Heiðarskólasvæði.
3. Hitaveita Hvalfjarðarsveitar.
4. Endurnýjun Kaldavatnsveitu við Heiðarskóla.
5. Kaldavatnsveita Hlíðarbær.
6. Kaldavatnsveita Vatnsveitufélag Hvalfjarðar.
7. Íþróttahús við Heiðarskóla.
8. Hlíðarbær.
9. Göngu- og reiðhjólastígar.
10. Opið svæði í Melahverfi.
1. Undirbúningur við frágang á Háamel hefst í janúar 2020.
2. Verið er að vinna í þessum lið í framhaldi af árinu 2019.
3. Verið er að vinna í þessum lið í framhaldi af árinu 2019.
4. Verið er að vinna í þessum lið í framhaldi af árinu 2019. Atli yfirgaf fund undir þessum lið.
5. Sveitarstjóri og oddviti eru að vinna að þessu máli.
6. Vatnsveitufélag Hvalfjarðarsveitar hefur umsjón með þessum framkvæmdum.
7. Undirbúningur verkefnisins hefst 2020.
8. Undirbúningur verkefnisins hefst 2020 í samráði við Vegagerðina.
9. Undirbúiningu framkvæmda hefst 2020.
10. Byggingarfulltrúa, skipulagsfulltrúa, formanni USN nefndar og formanni MF nefndar er falið að koma málinu af stað.

4.Beiðni um tilfærslu fjármuna milli deilda og auka fjárveitingu 2019

1912003

Þörf er á tilfærslu á milli deilda í eignarsjóði og viðauka uppá 5,5 milljónir.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tilfærslu á milli deilda og viðauka á deildir samkvæmt minnisbalði byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Efni síðunnar