Landbúnaðarnefnd 2009-2021
Mætt á fundinn:
Baldvin Björnsson, Björgvin Helgason, Lilja Grétarsdóttir og Magnús Már Haraldsson.
Björgvin Helgason setti fundinn og stýrði kjöri formanns.
1. A. Kosning formanns: Baldvin kjörinn formaður
B. Kosning varaformanns: Magnús kjörinn
C. Kosning ritara: Lilja kjörin
Björgvin fól nýkjörnum formanni fundarstjórn og vék af fundi.
2. Erindisbréf nefndarinnar lagt fram til kynningar
3. Göngur og réttir í Hvalfjarðarsveit 2018
A. Leitarsvæði Núparéttar.
Fyrri leit er laugardaginn 8. september og seinni leit laugardaginn 22. september. Fyrri rétt er sunnudaginn 9. september kl. 13 en seinni rétt er laugardaginn 22. september þegar smölun lýkur.
Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Magnús Ingi Hannesson.
Réttarstjóri er Baldvin Björnsson.
Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson.
Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.
B. Leitarsvæði Reynisréttar. Fyrri leit er laugardaginn 22. sept og seinni leit laugardaginn 29. sept. Réttað er að smölun lokinni.
Leitarstjórar eru Bjarki Borgdal Magnússon og Ólafur Sigurgeirsson.
Réttarstjóri er Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.
Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Haraldur Benediktsson.
C. Leitarsvæði Svarthamarsréttar. Fyrri leit er föstudaginn 7. og laugardaginn 8. september og seinni leit laugardaginn 29. september og sunnudaginn 30. september. Fyrri rétt er sunnudaginn 9. sept. kl. 10 og seinni rétt sunnudaginn 30. september þegar leit lýkur.
Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson.
Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir.
Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Guðmundur Brynjólfur Ottesen.
Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson.
2. Kaffiveitingar
Nefndin leggur til að sveitarstjórn sjái til þess að við réttir í sveitarfélaginu verði kaffiveitingar og salernisaðstaða að höfðu samráði við réttarstjóra.
Fundargerð upplesin.
Fleira var ekki gert
Fundi slitið kl: 21:40
Baldvin Björnsson
Lilja Grétarsdóttir
Magnús Már Haraldsson