Fara í efni

Landbúnaðarnefnd 2009-2021

1. fundur 11. febrúar 2009 kl. 11:00 - 13:00

Baldvin Björnsson, Daníel Ottesen Friðjón Guðmundsson og Laufey

Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem boðaði til fundarins og skrifaði fundargerð.

Sveitarstjóri bauð fundarmenn velkomna setti fund, síðan var gengið til

dagskrár, á fundinn mætti einnig Snjólfur Eiríksson garðyrkjustjóri Akraness

sem fulltrúi Akraneskaupstaðar

1) Sveitarstjóri óskaði nýkjörnu nefndarfólki velfarnaðar. Fór yfir verkefnin sem

skilgreind eru í nýsamþykktum samþykktum fyrir Hvalfjarðarsveit.

2) Fyrir fundinum liggur að kjósa formann, gjaldkera og ritara.

3) Tillaga kom um að Baldvin Björnsson tæki að sér formennsku samþykkt

samhljóða og að Daníel Ottesen verði varaformaður og Friðjón Guðmundsson

verði ritari, samþykkt samhljóða.

4) Baldvin tók nú við fundarstjórninni. Farið yfir verkefni og verksvið nefndarinnar.

5) Fyrir liggur frumvarp frá Alþingi er varðar umsögn um endurskoðun á

undanþágum frá EES samningi um EES reglur, nefndin mun skoða frumvarpið.

6) Fóru yfir fjármuni í fjárhagsáætlun 2009 sem tengjast verksviði nefndarinnar.

7) Fóru yfir atriði er varða búfjáreftirlit og samninginn við Búnaðarsamtök

Vesturlands, ræddu gæðahandbók og fjölda bænda á svæðinu og eftirlitsskyldu er varða réttir.

8) Á fundinn mætti Snjólfur og farið var yfir samstarfsverkefnið varðandi

búfjáreftirlit. Rætt um kostnað og kostnaðarskiptingu. Umsýsla við eftirlitið og

áframhaldandi samstarf við Búnaðarsambandið.

9) Verkefni nefndarinnar er að halda utan um fjallskil og réttir. Rætt um að hafa ekki réttarhald á sömu dögum fyrir réttirnar. Rætt um leitardaga og fyrirkomulag við leitir, varðandi kostnaðarskiptingu og formenn fjallskila.

10) Rætt um beit innan þynningarsvæða og hvort ekki væri ástæða til að taka nánar á þeim atriðum.

 

Fleira gerðist ekki og fundi slitið kl. 12.10

Efni síðunnar