Fara í efni

Landbúnaðarnefnd 2009-2021

4. fundur 12. ágúst 2010 kl. 20:00 - 22:00

Friðjón Guðmundsson, Jón V. Viggósson, Marteinn Njálsson og frá hagsmunaaðilum sauðfjárbænda og landeigenda Sverrir Jónsson, Baldvin Björnsson, Guðmundur Sigurjónsson, Magnús Hannesson og Steinar Benonýsson.

 

Formaður landbúnaðarnefndar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

1. Farið var yfirskipan manna í stöður fjárrétta s.s. réttarstjóra og marklýsingamenn og komu tillögur frá hagsmunaaðilum.

 

Reynisrétt sem verður 11.sept. kl. ? eftir smölun. Réttarstjóri Ólafur Sigurgeirsson og marklýsingamenn Benoný Halldórsson og Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.

 

Núparétt sem verður 12. sept. Kl. 13:00. Réttarstjóri Baldvin Björnsson og marklýsingamenn Sigurður Valgeirsson og Helgi Bergþórsson.

 

Svarthamarsrétt sem verður 12. sept. Kl. 10:00. Réttarstjóri Sigurjón Guðmundsson og marklýsingamenn Guðmundur Friðjónsson og Brynjólfur Ottesen.

 

Skilamenn útrétta verði Baldvin Björnsson og Hannes Magnússon í Hreppsrétt, Stefán Ármannsson og Sigurgeir Þórðarson á Þverfelli.

 

Hagsmunaaðilar komu sér saman um leitarstjóra og þeir eru Guðmundur Sigurjónsson fyrir smölunarsvæði Svarthamarsréttar, Magnús Hannesson og Baldvin Björnsson fyrir smölunarsvæði Núparéttar og Steinar Benonýsson fyrir

smölunarsvæði Reynisréttar.

 

Síðan viku hagsmunaaðilar af fundi.

 

2. Fjárréttir

 

Landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún skipi í þær stöður fjárrétta eins og áður hefur verið upptalið og fjárréttir verði auglýstar eins og nefnt er.

 

3. Erindi frá Benoný Halldórssyni um lausagöngu hunda með útivistarfólki í Akrafjalli sem verður til þess að sauðféð hrekst fram og til baka í fjallinu og verður fyrir ómældu ónæði.

 

Landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún hafi samráð við viðkomandi landeiganda að koma fyrir skilti sem gefi til kynna að lausaganga hunda með útivistarfólki á Akrafjalli sé bönnuð frá 15. maí til 30. sept.

 

4. Erindi frá Baldvini Björnssyni að kaffiveitingar verði í boði sveitarfélagsins í Núparétt.

 

Landbúnaðarnefnd getur ekki mælt með þessu og vísar því til sveitarstjórnar hvort sem um er að ræða kaffiveitingar eða salernisaðstöðu við réttir.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:10.

Efni síðunnar