Landbúnaðarnefnd 2009-2021
Friðjón Guðmundsson, Marteinn Njálsson og Baldvin Björnsson
1. Endurskoðun fjallskila
Nefndin ræddi drög að fjallskilsamþykkt frá 13. mars 2013 fyrir
sveitarfélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og
Skorradalshrepp.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin
2. Reglur um hundahald.
Fundarmenn fóru yfir samþykktina og munu fara vel yfir ábendingarnar
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Stefnt að því að fá hundaeftirlitsmann á þann fund.
3. Önnur mál :
Bréf frá Brynjólfi Ottesen og Kristínu Ármannsdóttur Ytra- Hólmi 1
dags. 5. apríl 2013.
Nefndin kynnti sér bréfið og vísar í afgreiðslu á fyrsta lið.
Fundargerð upplesin.
Fleira var ekki gert
Fundi slitið kl: 11:15