Fara í efni

Fræðslunefnd

11. fundur 15. ágúst 2019 kl. 17:30 - 18:50 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Bára Tómasdóttir varaformaður
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
  • Ingibjörg Unnur Sigmundsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Andrea Ýr Arnardóttir áheyrnafulltrúi
  • Brynjólfur Sæmundsson ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Félagsmála - og frístundafulltrúi
Dagskrá

1.Skólaakstur- Reglur

1810037

Yfirfara reglur um skólaakstur.
Framlögð drög að reglum um skólaakstur í Hvalfjarðarsveit. Nefndin samþykkir að fela Félags- og frístundafulltrúa ásamt Elínu Ósk Gunnarsdóttur að vinna drögin áfram og leggja fram til samþykktar fyrir næsta fund nefndarinnar.

2.Erindi vegna fyrirkomulag skólaaksturs

1908013

Fyrirkomulag skólaakstur verði endurskoðaðar.
Nefndin samþykkir að visa erindinu í þá vinnu sem fram kemur í fyrsta dagskrárlið fundarins ásamt reglum til viðmiðunar um heimakstur grunnskólanemenda sem samþykktar voru í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar 8. desember 2015.

3.Erindi frá Heiðarskóla

1901222

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita heimild til að ráða stuðningsfulltrúa í Heiðarskóla í 80% stöðuhlutfall frá 15. ágúst 2019 - 5. júní 2020.

4.Starfsáætlun nefndarinnar

1808023

Starfsáætlun nefndarinnar yfirfarin og samþykkt.

5.Umbótaáætlun í kjölfar ytra mats í Skýjaborg Hvalfjarðarsveit 2018

1810034

Kynning á umbótaráætlun í Skýjaborg júlí 2019.
Framlögð umbótaáætlun í kjölfar ytra mats í Skýjaborg. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með vel unna áætlun.

6.Umbótaáætlun í kjölfar ytra mats í Heiðarskóla Hvalfjarðarsveit

1805016

Kynning umbótaáæltun fyrir Heiðarskóla ágúst 2019
Framlögð umbótaáætlun í kjölfar ytra mats í Heiðarskóla. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með vel unna áætlun.

7.Skipurit Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

1809024

Svótgreining um skipurit leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Fyrirkomulag SVÓT greiningar kynnt nefndarmönnum vegna endurskoðunar á skipuriti leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
SVÓT greiningin verður lögð fyrir starfsmenn skólanna, foreldrafélagið, skólaráð og fræðslunefnd.

8.Skipulag frá leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar skólaárið 2019-2020

1906016

Almennar upplýsingar um skólahald.
Skólastjórar Skýjaborgar og Heiðarskóla kynna nefndarmönnum skipulag skólaársins framundan.

9.Drög að leiðbeiningum um skólaakstur til umsagnar.

1906040

Drög að leiðbeiningum til umsagnar.
Lagt fram til umsagnar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.

10.Trúnaðarmál

1908014

Beiðni um námsvist.
Ritað í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Efni síðunnar