Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Skólaakstur grunnskóla Hvalfjarðarsveitar
1810037
Reglur um skólaakstur
Fræðslunefnd fór yfir drög að reglum um skólaakstur og er formanni og félagmála- og frístundafulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
2.Trúnaðarmál
1810039
Fræðslunefnd felur formanni og félagsmála-og frístundafulltrúa að vinna málið áfram.
SLG og áheyrnafulltrúar,IUS. og JS., viku af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
3.Erindi um skólaakstur í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar
1810038
Fræðslunefnd felur formanni og félagsmála- og frístundafulltrúa að svara erindinu í samráði við lögfræðing.
4.Siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar.
1409019
Siðareglur kjörinna fulltrúa
Lagt fram.
Nefndarmenn staðfesta siðareglur með undirritun sinni.
Nefndarmenn staðfesta siðareglur með undirritun sinni.
5.Ársskýrsla leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2017-2018
1810033
Ársskýrsla Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2017-2018
Nefndin þakkar yfirgripsmikla og vandaða samantekt á skólastarfi í Hvalfjarðarsveit skólaárið 2012018.
6.Umbótaáætlun í kjölfar ytra mats í Skýjaborg Hvalfjarðarsveit 2018
1810034
Umbótaáætlun Skýjaborg 2018
Lagt fram til kynningar.
7.Heiðarborg
1810035
Rekstur og umsjón í Heiðarborg
Skólastjóri óskar eftir umræðu innan fræðslunefndar um umsjón með Heiðarborg og framtíðaráformum í þeim efnum.
8.Fjárhagsáætlun 2019- Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar
1810036
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019
Skólastjórnendur fóru yfir áherslur sínar í vinnu að gerða fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Fundi slitið - kl. 19:10.
Berglind Ósk Jóhannesdóttir kemur inn sem varamaður