Fræðslunefnd
Dagskrá
Helgi Halldórsson boðar forföll.
1.Starfsáætlun Heiðarskóla 2024-2025
2408012
Starfsáætlun Heiðarskóla 2024-2025.
Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlun Heiðarskóla fyrir skólaárið 2024-2025 og vill hvetja alla foreldra/forráðamenn barna í Heiðarskóla sem og aðra hagaðila að kynna sér starfsáætlun Heiðarskóla.
2.Starfsáætlun Skýjaborgar 2024-2025
2408011
Starfsáætlun Skýjaborgar 2024-2025.
Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlun Skýjaborgar fyrir skólaárið 2024-2025 og vill hvetja alla foreldra/forráðamenn barna í Skýjaborg sem og aðra hagaðila að kynna sér starfsáætlun Skýjaborgar.
Leikskólastjóri fór yfir og kynnti stöðu á aðgerðaráætlun vegna menntastefnu Hvalfjarðarsveitar.
Leikskólastjóri fór yfir og kynnti stöðu á aðgerðaráætlun vegna menntastefnu Hvalfjarðarsveitar.
3.Ársskýrsla Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2023-2024
2409018
Kynning á ársskýrslu Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum fyrir góða kynningu á vandaðri og yfirgripsmikilli ársskýrslu Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar fyrir skólaárið 2023-2024.
4.Sjálfsmatsskýrsla Heiðarskóla 2023-2024
2409019
Kynninga á sjálfsmatsskýrslu Heiðarskóla fyrir 2023-2024.
Lögð fram til kynningar.
Skólastjóri fór yfir starfsemi SumarGaman vor og haust 2024. Einnig var farið yfir og kynnt staðan á aðgerðaráætlun vegna Menntastefnu Hvalfjarðarsveitar.
Skólastjóri fór yfir starfsemi SumarGaman vor og haust 2024. Einnig var farið yfir og kynnt staðan á aðgerðaráætlun vegna Menntastefnu Hvalfjarðarsveitar.
5.Fjárhagsáætlun Fræðslunefndar 2025
2409020
Fjárhagsáætlun 2025.
Lagt fram til kynningar.
Skólastjórnendur og frístunda- og menningarfulltrúi vinna áfram að fjárhagsáætlunargerð út frá umræðum á fundi.
Skólastjórnendur og frístunda- og menningarfulltrúi vinna áfram að fjárhagsáætlunargerð út frá umræðum á fundi.
6.Menntaþing 2024
2409021
Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til Menntaþings mánudaginn 30. september kl. 9:00-16:00 á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi. Á þinginu verður rætt um stöðu menntakerfisins, yfirstandandi breytingar og næstu skref í menntaumbótum með kynningu á fyrirhugaðri 2. aðgerðaáætlun í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Niðurstöður samtalsins verða nýttar við endanlega mótun áætlunarinnar.
Lagt fram til kynningar.
7.Fundargerðir skólaráðs
2309030
Fundargerðir skólaráðs.
Lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.