Fræðslunefnd
Dagskrá
Helgi Halldórsson boðaði forföll.
1.Leikskólasérkennari
2206019
Staða leikskólasérkennara í Skýjaborg. Síðastliðinn tvö ár hefur verið starfandi leikskólasérkennari sem tímabundið verkefni í Skýjaborg. Samkvæmt árangursmati frá leikskólanum hefur verkefnið gefið góða raun og stoðþjónusta innan Skýjaborgar er markvissari. Óskað er eftir að staða leikskólasérkennara verði að framtíðarstöðu innan Skýjaborgar, eða þart til skipurit Skýjaborgar/Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar verður tekið upp að nýju.
Fræðslunefnd fagnar því að góð reynsla hefur verið með stöðu leikskólasérkennara þar sem þjálfun og kennsla hefur orðið faglegri, markvissari og samhæfðari. Jafnframt telur nefndin mikinn styrk í því að myndað verði sérkennsluteymi með sérkennara, leikskólasérkennara og starfsfólki sem sinna stuðningi innan leikskólans til að styðja enn fremur við áframhaldandi vinnu við að efla þjálfun og kennslu. Staða leikskólasérkennara rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2024.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að staða leikskólasérkennara verði að framtíðarstöðu innan Skýjaborgar.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að staða leikskólasérkennara verði að framtíðarstöðu innan Skýjaborgar.
2.Trúnaðarmál fræðslunefndar
2108003
Trúnaðarmál tekið fyrir í Fræðslunefnd.
Tekið var eitt trúnaðarmál fyrir í Fræðslunefnd. Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók.
Embættismenn og áheyrnarfulltrúar véku af fundi undir þessum lið.
3.Skólapúlsinn- foreldrakönnun Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2024
2404075
Foreldrakönnun Skólapúlsinn 2024- helstu niðurstöður.
Lagt fram til kynningar.
4.Skólapúlsinn - starfsmannakönnun Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2024
2404076
Starfsmannakönnun Skólapúlsinn 2024-helstu niðurstöður.
Lagt fram til kynningar.
5.SumarGaman 2024
2402037
Verklagsreglur fyrir SumarGaman-drög.
Frístunda- og menningarfulltrúi kynnti drög að verklagsreglum fyrir SumarGaman. Verklagsreglur verða lagðar fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
6.Íslensku menntaverðlaunin 2024
2404074
Tilnefningar óskast til íslensku menntaverðlaunanna. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.
Tilnefningar skulu að berast fyrir 1. júní nk.
Tilnefningar skulu að berast fyrir 1. júní nk.
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 19:15.