Fara í efni

Fræðslunefnd

52. fundur 21. september 2023 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Inga María Sigurðardóttir formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir ritari
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Anna Þorleifsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Aldís Ósk Sævarsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Helga Harðardóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Guðlaug Ásmundsdóttir og Helgi Halldórsson boðuðu forföll.

1.Menntastefna Hvalfjarðarsveitar.

2201038

Stöðumat og aðgerðaráætlun Menntastefnu Hvalfjarðarsveitar.



Fræðslunefnd samþykkir Stöðumat og aðgerðaráætlun Menntastefnu Hvalfjarðarsveitar fyrir bæði Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

2.Starfsáætlun Skýjaborgar 2023-2024

2309026

Starfsáætlun Skýjaborgar 2023-2024.
Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlun Skýjaborgar fyrir skólaárið 2023-2024 og vill hvetja alla foreldra/forráðamenn barna í Skýjaborg sem og aðra hagaðila að kynna sér starfsáætlun Skýjaborgar. 

3.Starfsáætlun Heiðarskóla 2023-2024

2309028

Starfsáætlun Heiðarborgar 2023-2024.
Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlun Heiðarskóla fyrir skólaárið 2023-2024 og vill hvetja alla foreldra/forráðamenn barna í Heiðarskóla sem og aðra hagaðila að kynna sér starfsáætlun Heiðarskóla.

4.Frístundastefna.

2204059

Aðgerðaráætlun 2023-2026 - drög.
Fræðslunefnd samþykkir drög að aðgerðaráætlun Frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar 2023-2026 með áorðnum breytingum, og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

5.Ársskýrsla Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2022-2023

2309027

Kynning á ársskýrslu Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum fyrir góða kynningu á vel unninni og yfirgripsmikilli ársskýrslu Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar fyrir skólaárið 2022-2023.

6.SumarGaman 2023 (Vor- og haust frístund)

2301024

Skipulag og reglur í SumarGaman.
Farið yfir starfið í SumarGaman 2023. Nefndin vill þakka starfsfólki sumarfrístundar fyrir vel unnin störf í sumar og telur starfið vera sívaxandi og fjölbreytt enda er það einkar líflegt og skemmtilegt. Vinna þarf reglur fyrir SumarGaman.

7.Fjárhagsáætlun Fræðslunefndar 2024

2309029

Umræður um fjárhagsáætlunargerð Fræðslunefndar.
Umræður voru um ábendingar sem komu fram á fundi skólaráðs.

8.Fundargerðir skólaráðs

2309030

Fundargerð skólaráðs 1. fundur.
Lagt fram til kynningar.

9.Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknir

2301046

Fara yfir niðurstöður úr íslensku æskulýðsrannsókninni 2023.
Lagt fram til kynningar. Nefndin felur skólastjóra Heiðarskóla að senda úrdrátt úr niðurstöðum íslensku æskulýðsrannsóknarinnar á foreldra/forráðamenn barna 4.-10. bekk Heiðarskóla.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar