Fara í efni

Fræðslunefnd

47. fundur 16. febrúar 2023 kl. 16:30 - 19:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • Inga María Sigurðardóttir varaformaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir ritari
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Ásmundsdóttir aðalmaður
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Anna Þorleifsdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Ásdís Björgvinsdóttir boðar forföll.

Eyrún Jóna Reynisdóttir vék af fundi kl. 18:00. Áheyrnafulltrúar véku af fundi kl. 18:30

1.Vor- og haust frístund 2023

2301024

Tillögur að nöfnum á vor- og haust frístund frá nemendum 1.-4. bekk Heiðarskóla.
Fræðslunefnd þakkar nemendum á yngsta stigi Heiðarskóla fyrir góðar tillögur að nýju nafni á vor- og haustfrístund. Nefndin samþykkir að nota nafnið SumarGaman.

2.Kennimerki/Lógó Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

2203037

Tillögur að tveimur kennimerkjum/lógó.
Mikil ánægja er meðal fulltrúa fræðslunefndar með tillögur að nýju kennimerki fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og hefur valið kennimerki sem vísað er til ungmennaráðs, skólaráðs og til starfsmanna Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, til kynningar og umsagnar. Frístunda- og menningarfulltrúa falin frekari úrvinnsla.

3.Skóladagatal Skýjaborgar 2023-2024

2302016

Fara yfir skóladagatal Skýjaborgar 2023-2024 drög.
Fræðslunefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

4.Skóladagatal Heiðarskóla 2023-2024

2302018

Fara yfir skóladagatal Heiðarskóla 2023-2024 drög.
Fræðslunefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

5.Óveðursáætlun Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar sept 2020

2009036

Uppfæra óveðursáætlun Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2023- drög.
Fræðslunefnd samþykkir uppfærslu á Óveðursáætlun Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar með áorðnum breytingum. Helstu breytingar lúta að heimild til að seinka skólaakstri og/eða fella niður ákveðnar skólabílaleiðir ef þörf krefur.

Nefndin ræddi einnig um ástand og aðstæður sem skapast geta á vegi 504 - Leirársveitarvegi í tengslum við akstur skólabifreiða. Vegurinn er oft á tíðum gríðarlega háll og hættulegur og um hann fara öll grunnskólabörn sveitarfélagsins. Fræðslunefnd óskar eftir að mannvirkja- og framkvæmdanefnd endurskoði fyrirkomulag hálkuvarna með tilliti til skólastarfs og öryggis nemenda og starfsfólks.

6.Útboð - Skólaakstur

1901173

Skólaakstur-samningur.
Fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að framlengja samningi við Skagaverk um skólaakstur í samræmi við ákvæði í samningi.

7.Frístundastefna.

2204059

Drög að frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar.
Umræða um drög að frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar. Fræðslunefnd er ánægð með framvindu verkefnisins og kemur áleiðis ábendingum sínum.

8.Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknir

2301046

Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2022.
Lagt fram til kynningar.

9.Skólaforðun- Ráðgjafahópur Umboðsmanns barna leitar að frásögnum

2301050

Skólaforðun-Ráðgjafahópur Umboðsmanns barna leitar af frásögnum.
Lagt fram til kynningar.

10.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

2002048

Barnvæn sveitarfélög.
Í Menntastefnu Hvalfjarðarsveitar 2022-2030 kemur fram skýr vilji hagaðila um að Hvalfjarðarsveit verði barnvænt sveitarfélag. Fræðslunefndin fagnar því þeim skrefum sem tekin hafa verið í þá átt að undanförnu. Embættismenn stjórnsýslunnar ásamt nefndarmönnum fengu kynningarfræðslu frá UNICEF þann 18. janúar auk þess sem félagsmálastjóri hélt kynningarfund 15. febrúar vegna fyrirhugaðrar innleiðingar á verkefninu. Áætlað er að málið verði tekið fyrir í sveitarstjórn á næstunni.

11.Þróunarsjóður námsgagna

2302019

Umsóknir í þróunarsjóð námsgagna, sérstök áhersla á málefni flóttafólks.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Efni síðunnar