Fara í efni

Fræðslunefnd

39. fundur 02. maí 2022 kl. 17:00 - 19:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Brynjólfur Sæmundsson ritari
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Unnur Tedda Toftum áheyrnafulltrúi
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Sigurbjörg Friðriksdóttir og Sólrún Jörgensdóttir boðuðu forföll.

1.Menntastefna Hvalfjarðarsveitar

2201038

Menntastefna Hvalfjarðarsveitar.
Fræðslunefnd samþykkir menntastefnu Hvalfjarðarsveitar 2022-2030 og færir þakkir til allra þeirra er komu að gerð hennar. Fræðslunefnd felur skólastjórn Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar ásamt frístunda- og menningarfulltrúa að stýra innleiðingu stefnunnar sem hefst nú í haust og gerð gæðaviðmiða.

Fræðslunefnd vill vekja sérstaka athygli á því að að menntastefnan gerir ráð fyrir því að Barnasáttmáli Sameinuðuþjóðanna verði innleiddur í sveitarfélaginu á gildistíma stefnunnar.

2.Stöðugildi í Skýjaborg fyrir haust 2022-2023.

2204057

Áætlun um stöðugildaþörf í Skýjaborg fyrir haust 2022.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn samþykkja stöðugildi í Skýjaborg fyrir skólaárið 2022-2023.

3.Kennslustundaúthlutun - ósk um tímaúthlutun 2022-2023 í Heiðarskóla

2204058

Óskir um tímaúthlutun og starfshlutfall almennra starfsmanna fyrir næsta skólaár.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óbreytta kennslustundaúthlutun og starfshlutfall almennra starfsmanna fyrir skólaárið 2022-2023 í samræmi við þau gögn sem skólastjóri lagði fram.

4.Samningur um skólaþjónustu við Leik- og grunnskóla, rannsóknir og úttektir.

2204056

Samningur um kennsluráðgjöf.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að gera samning um skólaþjónustu leik- og grunnskóla við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Er sú þjónusta á grundvelli 21.-23. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008, 40.gr, laga um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerðar um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarrað í grunnskólum nr. 444/2019. Beinist þjónustan að því að efla leik- og grunnskóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og nýtt eigin bjargir. Þjónusta við skólana tekur til stjórnunar, kennsluráðgjafar og starfsþróunar. Slíkur samningur mun styðja við starfsemi leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og hægt að nýta til fagþróunar- og úrbótaverkefna. Til að mynda við gerð og framkvæmd starfsþróunaráætlana, úttektar á skólastarfi í samræmi við niðurstöður foreldra- og starfsmannakannana og innleiðingu nýrrar menntastefnu
Fræðslunefnd leggur til að gerður verði samningur sem nemur 100 klst á ári til þriggja ára. Kostnaður við samninginn er um kr. 1.440.000,- á ári.

5.Vor - og haustfrístund 2022

2203040

Fræðslunefnd fagnar því að búið er að skipulegggja vor- og haustfrístund fyrir börn í 1. - 4. bekk í Hvalfjarðarsveit. Nefndin tekur jafnframt undir tillögu stjórnar foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar að gerð verði samantekt í lok vor- og haustfrístundar um hvernig tiltókst og hún tekin fyrir í fræðslunefnd sem og fjölskyldu- og frístundanefnd.

6.Lógó Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

2203037

Tilboð við hönnun lógó í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samið verði við Önnu Kristínu Ólafsdóttur um gerð lógós fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar með gerð viðauka við fjárhagsáætlun kr. 154.440-

7.Leikskólahúsnæði - þarfagreining 2022

2202016

Skýrslan - framtíðarsýn í leikskólamálum.
Fræðslunefnd tekur undir niðurstöður starfshóps um framtíðarsýn í leikskólamálum og leggur til við sveitarstjórn að hafist verði handa við undirbúning og framkvæmd við lausa kennslustofu á lóð leikskólans Skýjaborgar sem allra fyrst. Jafnframt leggur fræðslunefnd áherslu á að hafin verði undirbúningur að byggingu nýs leikskóla í Melahverfi strax að því loknu.

8.Skólapúlsinn - foreldrakönnun Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

2203034

Helstu niðurstöður foreldrakannanna og aðgerðaráætlun lögð fram mars 2022.
Helstu niðurstöður foreldrakannanna og aðgerðaráætlun lögð fram mars 2022.
Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum fyrir greinargóða kynningu á aðgerðaráætlunum í kjölfar foreldrakannana Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

9.Skólapúlsinn - starfsmannakönnun Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2022.

2204060

Starfsmannakönnun skólapúlsinn 2022- helstu niðurstöður.
Fræðslunefnd felur skólastjórn að vinna aðgerðaráætlun í tengslum við niðurstöður starfsmannakannana 2022 og kynna fyrstu drög á næsta fundi nefndarinnar.
Sigríður Lára Guðmundsdóttir vék af fundi.

10.Frístundastefna - viljayfirlýsing

2204059

Frístundastefna.
Fráfarandi fulltrúar í fræðslunefnd og fjölskyldu- og frístundanefnd telja mikilvægt að unnin verði frístundastefna fyrir Hvalfjarðarsveit á næsta kjörtímabili (2022-2026) sem tekur til fjölbreytts og skapandi frístundastarfs í sveitarfélaginu fyrir alla aldurshópa en þó með sérstaka áherslu á börn, ungmenni og eldri borgara. Slík stefnumótunarvinna mun styðja við og efla þróun frístundastarfs í sveitarfélaginu og styrkja forvarnir, heilsueflingu og almenna lýðheilsu íbúa Hvalfjarðarsveitar.


Fundi slitið - kl. 19:00.

Efni síðunnar