Fara í efni

Fræðslunefnd

34. fundur 18. nóvember 2021 kl. 16:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Brynjólfur Sæmundsson ritari
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Sólrún Jörgensdóttir áheyrnafulltrúi
  • Unnur Tedda Toftum áheyrnafulltrúi
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Formaður Fræðslunefndar óskar eftir, með vísan til c. liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:
Mál nr. 2111031 Frístund - gjaldskrá 2022. Málið verður nr. 3 á dagskránni verður það samþykkt.
Samþykkt samhljóma.

1.Vinnuumhverfi barna og fullorðinna í leikskólum

2111020

Skýrsla frá Skýjaborg.
Fræðslunefndin frestar afgreiðslu málsins.

2.Viðhorfskönnun 2022

2111024

Viðhorfskönnun foreldra og starfsmanna í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Viðhorfskönnun foreldra og starfsmanna í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar verður lögð fyrir á tímabilinu janúar-febrúar 2022. Rætt um útfærslu og tímasetningar.

3.Frístund- gjaldskrá 2021

2111031

Gjaldskrá - uppfærð.
Fræðslunefnd uppfærir reglur og gjaldskrá Frístundar Heiðarskóla í samræmi við breytingar á starfsemi Frístundar og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.

4.Leikskóli sem menntastofnun - Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál.

2111007

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

5.Ástandsskýrsla Heiðarskóla-innanhúss

2111025

Ástandsskoðun Heiðarskóla-innanhús.
Lagt fram til kynningar.

6.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Kynna drög að nýju íþróttahúsi, fá tillögur og athugasemdir.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar